Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 41
færa gerðarbók nema þeim sýnist og þeir þurfa ekki að gæta forms t. d. við vitnaleiðslur nema gerðarsamningur fyrirskipi annað. Gerðarmenn geta óskað eftir því að aðilar og vitni gefi skýrslur fyrir dóminum. Hugsanlegt er að unnt sé að krefjast þess að fá aðila- eða vitnaskýrsl- ur þrátt fyrir að aðilar lýsi sig því mótfallna,). Hafa ber í huga þegar mál er lagt í gerð að dómstig er almennt aðeins eitt og því mikilvægt að málið sé full upplýst. Ætíð verður að gæta jafnræðis að þessu leyti. Engin skylda er fyrir vitni til að mæta fyrir gerðardómi og vitni verða að sjálf- sögðu ekki látin staðfesta framburð sinn fyrir dóminum nema þeir óski þess. 10 Aðilar hafa hins vegar málsforræðið fyrir gerðardómi þ. e. að gera kröfur og leggja fram sönnunargögn. Eitt atriði hefur vakið spurningar. Er gerðardómurinn bundinn af gildandi rétti, eða getur hann tekið ákvarðanir á grundvelli þess sem honum finnst sanngjarnt og eðlilegt. í 28. gr. (1). rammalaganna segir, að gerðardómur leysi úr deilu með hliðsjón af þeim rétti sem aðilar ákveði, gerðardómi sé aðeins heimilt að fara eftir sanngirnissjónarmiðum og víkja gildandi rétti til hliðar “ex aequo et bono „eða“ as amiable compositeur” ef aðilar heimili það beinlínis. Samkvæmt norskum og sænskum kenningum ber gerðardómi að fylgja gildandi rétti. í raun er oft ekki augljós munur á sanngirnissjónarmiðum og gildandi réttarreglum. Þó má hugleiða þetta atriði út frá samningsfrelsi aðila og hafa hliðsjón af því að í gerðardómi sitja oft ólöglærðir menn. Þannig verður gerðardómur ekki nema í undantekningartilvikum ógiltur þótt niðurstaða hans sé ekki í samræmi við hefðbundna túlkun eða beitingu réttarreglna. Á þessu er tekið í 6. tl. 12. gr. gerðardómslaganna en þar segir að ógilda megi gerðardóm sem bersýnilega er reistur á ólögmætum sjónarmiðum eða fer í bága við allsherjarreglu. " 4. HLUTVERK DÓMSTÓLANNA VIÐ GERÐARMEÐFERÐ í 4. gr. gerðardómslaganna eru ákvæði sem heimila aðilum að leita til héraðsdómara um úrlausn ágreinings varðandi skipun í gerðardóm. Er hér um nýmæli að ræða sem sniðið er eftir gerðardómslögum hinna Norðurlandanna. Fyrst og fremst er átt við tilvik sem standa í vegi fyrir því að gerðardómur geti hafið störf í samræmi við gerðarsamning. Tilvikin eru þessi: v Sjá Mæland, bls. 137. 10 Skv. 103. gr. A eml. er heimilt að taka vitnaskýrslur fyrir dómi til notkunar í gerðarmáli. 11 Með hugtakinu allsherjarregla er einkum skírskotað til erlendra gerðardóma með kröfu um að beiting þeirra reglna sem hann er reistur á fari ekki í bága við grundvallarreglur íslensks réttar. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.