Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 25
verjanda, sem lúta að því, að málið hafi ekki verið dæmt af hlutlausum dómara í héraði, þar sem sami maður hafi gegnt hlutverki lögreglustjóra og dómara, en slíkt brjóti í bága við 2. gr. og 61. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. MSE. í forsendum hæstaréttardómsins er rökum verjandans svarað með eftirfarandi: Samkvæmt íslenskri dómstólaskipan er dómsvald í héraði utan Reykjavíkur í höndum bæjarfógeta og sýslumanna, sem hafa jafnframt lögreglustjórn á hendi. Þykir héraðs- dómur eigi verða ómerktur af þeim sökum, að fulltrúi bæjarfógetans á Akureyri fór með mál þetta. Ekki verður beinlínis lesið út úr orðum dómsins hver niðurstaðan hefði orðið, ef MSE hefði verið veitt lagagildi hér á landi. Með hliðsjón af því á hvern hátt Hæstiréttur tók á sambærilegum vanda í hrd.1971:601, þar sem þess var sérstaklega getið, að viðkomandi bann bryti ekki í bága við ákvæði MSE, tel ég hinsvegar óhætt að álykta að dómurinn hafi talið reglurnar um íslenska dómaskipan og ákvæði 6. gr. MSE ósamþýðanleg og því, með hliðsjón af kenningum um tvíeðli þjóðréttar og landsréttar, talið að þjóðréttarákvæðið yrði að víkja fyrir landsrétti. í hrd. 1987:356 var fjallað um sambærilegt álitaefni. í forsendum hæstaréttar- dómsins segir um það: Ákvæðum 6. gr. Evrópusamnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sbr. auglýsingu nr. 11 frá 9. febrúar 1954, hefur ekki verið veitt lagagildi hér á landi. Breyta þau ekki þeirri lögbundnu skipan sem að framan var greind. Þar sem hinn áfrýjaði dómur var samkvæmt þessu kveðinn upp af héraðsdómara, sem til þess var bær að íslenskum lögum, verður hann ekki ómerktur af þeirri ástæðu, sem hér er um fjallað ... Hér er sú afstaða tekin með skýrum hætti, að regla landsréttar, sem er ósamþýðanleg ákvæði í alþjóðlegum mannréttindasáttmála, sem ísland liefur fullgilt, gangi framar þjóðréttarreglum, sem verði því að víkja. Athygliverður er hrd. 1988:1532 sem fjallar um leyfi til aksturs leigubifreiða til mannflutninga. Reyndi þar m.a. á túlkun 73. gr. stjórnarskrárinnar um félaga- frelsi. Var talið að því ákvæði væri ekki ætlað að tryggja rétt manna til að standa utan félaga. Síðan segir: Áfrýjandi (leigubílstjóri) hefur ekki sýnt framá, að ósamræmi sé miili 73. gr. stjórnar- skrárinnar og þeirra ákvæða alþjóðasamþykkta, er hann vísar til og rakin eru í héraðsdómi, og myndi enda ekki sjálfkrafa hagga settum stjórnskipunarákvæðum. í þessari ályktun felst staðfesting á fyrri afstöðu réttarins, að jafnvel þótt áfrýjandi hefði sýnt fram á skerðingu á mannréttindum, sem njóta verndar samkvæmt þjóðréttarsamningum sem Island hefur fullgilt, þá víki þau ákvæði fyrir ákvæði í stjórnarskrá. Ákvæði þjóðréttarsamninga geti ekki haggað stjórnskipunarákvæðum. I dómnum felst e.t.v. hugleiðing um að lögfesting 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.