Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Side 42

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Side 42
a) Ef ágreiningur rís með aðilum um skipun gerðardóms. Hér er átt við ágreining sem rís um það hvernig skýra beri gerðarsamning að þessu leyti. b) Ef gagnaðili fullnægir ekki skyldum sínum samkvæmt gerðarsamningi um skipun gerðarmanns. Hér er fyrst og fremst átt við aðgerðarleysí aðila við að skipa í gerðardóminn. c) Ef aðilar ná ekki samkomulagi um skipun gerðarmanns. Þetta á við þegar gert er ráð fyrir skipun gerðarmanns í gerðarsamningi. d) Ef ekki næst samkomulag aðila um fjölda eða skipun í gerðardóm þegar svo stendur á að ákvæði um skipun og fjölda gerðarmanna er ekki til að dreifa í gerðarsamningi. Þegar aðili hefur ekki fullnægt skyldum sínum samkvæmt gerðarsamningi, eða ágreiningur verður um skipun gerðarmanns hefur verið talið að samningsað- ili hans geti leitað til dómstólanna með venjulega málsókn og fengið gagnaðila sinn dæmdan til að fullnægja skyldum sínum samkvæmt samningnum. Þessi leið þjónar þó illa megintilgangi gerðarmeðferðar um hraða málsmeðferð. í lögun- um er því farin sú leið, að gefa aðilum kost á úrskurði héraðsdóms um þessi atriði eftir því sem nánar segir í 5. gr. og sæta þeir úrskurðir almennt ekki kæru. Beiðni til héraðsdóms skal vera skrifleg og koma fram strax og tilefni gefst til, eins og segir í greininni. í greininni eru héraðsdómi lagðar til verklagsreglur til að flýta meðferð málsins. Þannig verður dómari að gefa gagnaðila færi á að tjá sig, frestir skulu vera stuttir og málið munnlega flutt. Þetta þjónar þeim tilgangi að hraða gerðarmeðferð. Það er meginregla að eftir að gerðardómurinn hefur tekið til starfa eigi hann úrskurðarvald um gildi gerðarsamnings svo og ýmis atriði er varða gerðarmeð- ferðina og upp kunna að koma undir rekstri gerðarmáls. í vissum tilvikum þótti þó rétt að gefa aðilum kost á að leita til dómstóla til að fá úrlausn ágreinings. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að gera gerðarmeðferð fljótvirkari og eins að draga úr hættu á ógildingarmáli síðar. Nefna má eftirfarandi tilvik: a) Gerðardómur verður óstarfhæfur sakir veikinda eða annarra atvika er varða gerðarmenn, sbr. 4. gr. b) Verulegur dráttur verður á meðferð gerðarmáls sem rekja má til vanrækslu gerðarmanna, sbr. 9. gr. c) Aðilar eru ósáttir við úrskurð formanns gerðardóms um hæfi gerðarmanna, sbr. 6. gr. Um meðferð þessara mála fyrir héraðsdómi fer með sama hætti og áður hefur verið rakið. Ekki er ætlast til að vitnaleiðsla eigi sér stað fyrir héraðsdómi þegar ágreiningsatriði sem þessi eru borin undir dóminn til úrskurðar. I dómsmáli um gildi gerðardóms kynni að koma fram vörn byggð á málsástæð- 36

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.