Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 48
reglunum um málsmeðferð. Hins vegar er ljóst að önnur ákvæði gerðardómslag- anna, t.d. 13. gr. þeirra um að gerðardómur sé aðfararhæfur, eiga ekki við um þessa úrskurðaraðila. Loks skal nefnt að gerðardómslögin eiga því aðeins við að aðilar gerðarmáls eigi forræði á sakarefninu. Sakarefni er oftlega þannig vaxið að aðilar eiga þar ekki forræði enda eru þá oftast opinberir hagsmunir í húfi. Svo er t.d. ef ágreiningur rís um það hvort hjónaband sé ógilt eða hvort tilteknar samkeppnis- hömlur milli einkaaðila skuli teljast leyfilegar. Dómstólar eiga að jafnaði einir dómsvald um réttarágreining af þessu tagi nema öðru vísi sé ákveðið í viðkomandi heimildarlögum. 3. ÓGILDING GERÐARDÓMA 3.1. Aðferð Gerðardóm má ógilda að nokkru leyti eða að öllu með málsókn í héraði, sbr. 12. gr. gerðardómslaganna. Gerðardómi verður því ekki skotið til Hæstaréttar til endurskoðunar á efni hans. Stundum má hins vegar vera að gerðardómi megi skjóta til annars gerðardóms til endurskoðunar. Unnt er að semja um slíka málskotsmeðferð og er það stundum gert. Kosturinn við þá aðferð er sá að hún er til þess fallin að tryggja betur réttaröryggi. Á hinn bóginn hefur hún að sjálfsögðu í för með sér aukinn kostnað og málarekstur tekur að jafnaði lengri tíma. Sú aðferð sem einkum verður notuð til að koma fram ógildingu á gerðardómi er að höfða mál fyrir héraðsdómi með kröfu um ógildingu. Dómi héraðsdóms í slíku máli er unnt að áfrýja til Hæstaréttar. Við aðför getur sá aðili sem tapað hefur gerðarmáli þó einnig borið fyrir sig varnir um ógildingu gerðardóms. Þó ber að athuga að málsmeðferð við aðför er hröð og gagnaöflun að jafnaði ekki leyfileg. Af þeim sökum er óvíst um árangur ef slíkar varnir koma þar fram. í skiptarétti og uppboðsrétti getur ennfremur reynt á gildi gerðardóms. Sá sem byggir rétt á gerðardómi fyrir þeim dómstólum getur orðið að hlíta véfengingu þeirra við málsmeðferð þar. Sáttir sem gerðar eru fyrir gerðardómi eru aðfararhæfar með sama hætti og gerðardómurinn sjálfur. Unnt er að ógilda slíkar sáttir og er ógildingu komið fram með sama hætti og ógildingu á réttarsátt, þ.e. með málsókn í héraði. Um þetta atriði er nánar fjallað í 5. gr. laga 85/1936 um meðferð einkamála í héraði. Þar segir m.a. að höfða megi dómsmál með venjulegum hætti til að fá réttarsátt ógilta að hluta eða öllu leyti. Ennfremur segir að byggi aðili rétt fyrir dómi, þ.á m. fógeta-, skipta-, uppboðs- eða þinglýsingarétti, á réttarsátt geti gagnaðili véfengt gildi hennar og sker dómur úr. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.