Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Page 29

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Page 29
forgang, ef þeim Iýstur saman við ósamþýðanlegar reglur landsréttar. Jafnframt tel ég, að Hæstarétti hafi verið fullljós þau lögfræðilegu rök, sem mæltu með því, að ákvæðum alþjóðlegra mannréttindasáttamála sé beitt milliliðalaust af dómstólum, en þau rök hef ég leitast við að rekja hér að framan. 14. HUGLEIÐING AÐ LOKUM Höfundur hefur oft hugleitt, hvað kann að valda því, að dómstólar hafa verið svo tregir sem raun ber vitni til að beita ákvæðum MSE og ASBS. Skýringin er líklega sú, að lögmenn hafa ekki verið nægilega staðfastir í að beita þessum ákvæðum samninganna í málflutningi sínum fyrir dómstólum og ekki tekist í þeim tilvikum, sem þeir hafa stuðst við ákvæði samninganna, að fá dómstóla nægilega oft til að fjalla um efni þeirra og vægi sem réttarheimildar. Vera kann að lögmenn hafi ekki kynnt sér nægilega vel ákvæði þessara samninga og túlkun þeirra í erlendri fræðikenningu og dómstólaframkvæmd. Ég tel líklegt, að áhrifaríkast sé fyrir lögmenn að greina frá því í málflutningi, hvernig dómstólar annars staðar hafa brugðist við því, þegar aðilar hafa borið fyrir sig ákvæði mannréttindasamninga, því að innst inni vilja íslenskir dómstólar ekki vera eftirbátar annarra á sviði mannréttinda. Þá eru dómar Mannréttindadómstóls Evrópu og ályktanir mannréttindanefndarinnar hafsjór af dæmum sem vitna má til. Getur e.t.v. verið, að íslendingar hafi engan áhuga á þessum málum yfirleitt og afstaða lögmanna og dómstóla sé bergmál af því áhugaleysi. Ég held ekki og er sammála því sem um þetta segir í fyrr tilvitnuðu riti Þórs Vilhjálmssonar hæstaréttardómara:36 Human rights is an expression often heard or seen in the general debate in press and elsewhere, where the problems of society are being dealt with. Ascan be expected, the exact content of the expression is sometimes not clear. Its use shows, that it is believed to have a special appeat to the public. Legal research and debate on human rights is of considerable volume. This theoretical interest in the subject is to some extent reflected in court decisions, but only to some extent. An attempt has not been made to accomplish important social changes through the courts by applying legal provisions on human rights. Þessi mál bar á góma fyrir Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna árið 1982 í umræðum um skýrslu íslensku ríkisstjórnarinnar um mannréttindamál á íslandi. Nefndarmenn spurðu mjög um birtingu og kynningu á ASBS á íslandi. Þeir vildu fá að vita hvort eintök af samningnum væru fáanleg á íslensku og ef svo væri, hversu mörgum eintökum hefði verið dreift. Pá var að því spurt, hvort almenningi væri kunnugt um skýrslu ríkisstjórnarinnar til nefndarinnar og hvort skýrslan væri aðgengileg á íslensku. Sérstaklega var um það spurt hvort lögmenn á íslandi vissu um tilvist skýrslunnar og hvort átak hefði verið gert í því skyni að 23

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.