Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 38
um að aðilar ætli sér að leysa öll sín ágreiningsmál í framtíðinni með gerðarmeð- ferð væru almennt ekki taldir gildir ef á það reyndi fyrir dómstóli þar sem ekki er um tiltekin lögskipti að ræða. Við mat á þessu atriði kæmi eflaust til skoðunar, hvort aðilar hefðu mátt sjá fyrir, að viðkomandi deila kæmi upp svo og hugsanlegur aðstöðumunur aðila við samningsgerðina. Gerðarsamning ber að jafnaði að skýra þannig að aðilar geti, þrátt fyrir gerðarsamning, komið fram kyrrsetningu og lögbanni eftir gildandi lögum nema annað sé berlega tekið fram í gerðarsamningi. 3.2. Skipun og hæfi gerðarmanna Gert er ráð fyrir því, að aðilar hafi frjálst val um það hverja þeir velja til að útkljá mál sín fyrir gerðardómi. Er það reyndar talinn einn af kostunum við gerðarmeðferð. Réttur aðila til að tilnefna gerðarmann takmarkast þó jafnan af rétti gagnaðila og opinberum hagsmunum af hlutlægri málsmeðferð. Gerðarmenn hafa frjálst val um það, hvort þeir taka gerðarstarf að sér eða ekki. Þegar þeir hafa hafa tekið að sér gerðarstarf er kominn á samningur milli þessara aðila um gerðarmeðferð.4 Það fer eftir reglum samningaréttar hvort og að hvaða marki gerðarmönnum er rétt að láta af gerðarstarfi áður en því lýkur og eins ef aðili afturkallar skipun gerðarmanns. Hafa þarf í huga hversu langt gerðarmeðferð er komin og það hvort skipti á gerðarmanni tefji meðferðina.5 Almennt verður að telja að það sé gagnaðili sem getur krafist þess að gerðarmaður víki. Ekki þótti ástæða til að kveða á um þetta sérstaklega í lögunum. I 1. mgr. 6. gr. er fjallað um almenn hæfisskilyrði gerðarmanna. í því sambandi voru m. a. höfð í huga þau sjónarmið sem fram koma í Hrd. 1966 561, Miðnesdóminum svonefnda, en þar segir m. a: „Þegar gerðardómendur eru nefndir samkvæmt gerðardómssamningi um sakarefni, slíkt sem í máli þessu greinir, þykja þeir eiga að fullnægja almennum persónulegum dómararskilyrð- um samkvæmt 1. 3. og 4. tl. 32. gr. laga nr. 85/1936 svo og sérstökum dómararskilyrðum samkvæmt 36. gr. sömu laga.“ Gerðarmenn fara með vald sem í eðli sínu líkist dómsvaldi. Þeir skera úr réttarágreiningi í deilum er að öðrum kosti ættu undir dómstóla landsins. Úrlausnir þeirra eru aðfararhæfar og þeim verður að jafnaði ekki hnekkt. Af þessum ástæðum er ekki óeðlilegt að í meginatriðum séu gerðar sömu kröfur til hæfis gerðarmanna og til hæfis dómara. Þeir skulu því vera nægilega andlega og líkamlega hraustir til að gegna starfanum, lögráða og fjár síns ráðandi og hafa óflekkað mannorð. En auk þess skulu þeir allir fullnægja sérstökum dómaraskil- 4Mæland, Henry. Voldgift. Bergen 1988 bls. 109. 5 Sjá Hjejle, Bent. Frivillig Voldgift. 1987 bls. 83. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.