Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 49
3.2. Tímafrestir Gerðardóma er unnt að ógilda af ýmsum ástæðum sem taldar eru upp í 12. gr. gerðardómslaganna. Verður nánar um það fjallað síðar. Ógildingarástæður þessar geta verið fyrir hendi frá upphafi gerðarmeðferðar, þær geta einnig komið til við málsmeðferðina og loks geta þær átt sér stað eftir að gerðarmál var tekið til dóms. í 2. mgr. 12. gr. gerðardómslaganna kemur fram sú meginregla að aðili gerðarmáls verður að vekja athygli á því atriði sem valdið getur ógildingu gerðardóms og mótmæla því við gerðarmenn strax og tilefni gefst til. Geri hann það ekki getur afleiðingin orðið sú að ekki sé unnt að ógilda gerðardóm sem ella hefði mátt ógilda. Reglan er byggð á þeim sjónarmiðum að aðilar eigi ekki að geta geymt sér ástæður til ógildingar þar til þeir sjá hvernig gerðarmáli reiðir af. Sá sem telur rétt á sér brotinn á að skýra frá því strax. Hann hefur enga réttmæta ástæðu til þess að geyma sér að gera fyrirvara út af því þar til síðar og slíkur málflutningur er að auki til þess fallinn að baka gagnaðila tjón og skapa réttaróvissu. Þetta á þó ekki við í tveimur tilvikum, þ.e. þegar mótmælin gátu ekki skipt máli og þegar afsakanlegt var að slík mótmæli komu ekki fram. Gert er því ráð fyrir að í vissum tilvikum skipti mótmæli aðila ekki máli. Svo er t.d. ef gerðarmenn hafa vissar skyldur lögum samkvæmt sem þeim ber sjálfum að sjá um að sé fullnægt. Dæmi um þetta er ef gerðarmaður, sem er bróðir aðila, tekur sæti í gerðardómi eða ef málatilbúnaður er svo óskýr að ekki er unnt að gera sér neina viðhlítandi grein fyrir málavöxtum og málsástæðum. í hvorugu þessara tilvika mætti gerðardómur kveða upp dóm hvað svo sem liði mótmælum aðila. Ennfremur má vera að afsakanlegt sé að aðili setji ekki fram mótmæli. Það getur t.d. verið ef aðili gerðardóms öðlast ekki vitneskju um atriði, sem unnt er að byggja á ógildingu, fyrr en eftir lok gerðarmáls, t.d. um það að gerðarmaður hafi verið vilhallur. Þetta á ennfremur við þegar atvik sem byggja má ógildingu á gerðist ekki fyrr en eftir málflutning aðila. t.d. þegar gerðardómurinn sjálfur er annmörkum háður, svo sem ef hann er órökstuddur. Eftir að gerðardómur liggur fyrir gilda engir sérstakir málshöfðunarfrestir til að koma fram ógildingu. Hins vegar koma þá til almennar reglur um tómlæti sem líkjast þeim reglum sem fyrr er frá sagt enda studdar svipuðum rökum. Sá aðili sem tapað hefur gerðarmáli hefur þó ávallt eðlilegan umþóttunartíma til þess að taka ákvörðun um að höfða mál til ógildingar. Þessi umþóttunartími getur þó tæpast hafist fyrr en gerðaraðila mátti vera kunnugt um ógildingará- stæðuna. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.