Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 30
kynna almenningi, að ísland hefði staðfest valfrjálsu bókunina og einstaklingar gætu farið kæruleiðina samkvæmt bókuninni.37 Þá var um það spurt hvort fulltrúi ríkisstjórnarinnar hyggðist gefa út yfirlýsingu um málefnið við heimkomuna.38 Við þessu veitti fulltrúi íslensku ríkisstjórnarinnar m.a. eftirfarandi svör:39 It was very unlikely, however, that the public at large would be greatly interested in international instruments, even if they were given wide publicity in the press, which was also very unlikely so long as there were no specific conflicts in that field. Likewise, Iceland’s report to the Human Rights Committee was most unlikely to be published, for the interest of the public in such theoretical discussions as it contained was virtually nil. Höfundur getur ekki tekið undir þá opinberu afstöðu íslenskra stjórnvalda, sem fram kemur í ofangreindu svari. í svarinu kann hins vegar að felast að hluta til svar við þeirri spurningu, hvers vegna íslenskir dómstólar hafa verið tregir til að beita ákvæðum MSE og ASBS og lögmenn jafnvel ekki borið fyrir sig ákvæði samninganna eins oft og ástæða væri til. Stjórnvöld hafa ekki kynnt mannréttindasamninga, sem Island á aðild að, með þeim hætti, sem ætlast má til. MSE var birtur á íslensku sem fylgiskjal með auglýsingu nr. 11/1954 um fullgildingu samningsins í Lagasafni 1954, en hefur ekki verið birtur síðan í Lagasafni. Eintak af Lagasafninu 1954 er ekki á hvers manns borði, ekki einu sinni lögmanna. ASBS var birtur á íslensku og einnig í Stjórnartíðindum C árið 1979, en hefur ekki verið birtur í Lagasafni eða annars staðar. Sambærilegir birtingarhættir eiga við um aðra samninga, svo sem eins og félagsmálasáttmála Evrópu. Mannréttindamál heyra bæði undir dómsmálaráðuneytið og utanríkisráðu- neytið og kann sú skipting að hafa neikvæð áhrif þannig að hvorugt ráðuneytið telji sér skylt að hafa frumkvæði á þessu sviði. Gefa þarf út greinda sáttmála og fleiri sambærilega á aðgengilegan hátt og dreifa. í því sambandi þyrfti að taka til athugunar að þýðingar á sumum þeirra, t.d. MSE, er ónákvæm.4" Þrátt fyrir þá ótvíræðu niðurstöðu mína, að hér eftir muni íslenskir dómstólar með vísan til dóms Hæstaréttar í Selfossmálinu frá 9. janúar 1990 beita ákvæðum mannréttindasamninga milliliðalaust og víkja til hliðar ósamþýðanlegum lands- réttarreglum, þá er full ástæða til að taka til alvarlegrar athugunar, hvort ekki sé "CCPR/C/SR.392, 5 (28. liður). “CCPR/C/SR.392, 8 (46. liður). WCCPR/C/SR.395, 3 (14. liður). ■“'Gaukur Jörundsson: Um rétt rnanna samkv. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu til að leggja mál fyrir óháðan og hlutlausan dómstól, 166. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.