Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Qupperneq 43

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Qupperneq 43
um sem dómari hefur áður tekið afstöðu til með úrskurði samkvæmt framan- sögðu, t. d. varðandi hæfi gerðarmanns. Þar sem ekki er ætlunin að héraðsdóm- ur fjalli á þessu stigi um áhrif slíkra atriða á gerðarsamninginn í heild sinni er kveðið á um það í 2. mgr. 5. gr. að dómari sé óbundinn af áliti því sem fram kemur í úrskurði ef á það reynir síðar í dómsmáli. Hins vegar myndi dómari taka til greina þá kröfu ef hún væri augljós. í 12. gr. laganna er fjallað um ógildingu gerðardóma með dómi héraðsdóms. Þar sem aðalreglan er sú að gerðardómur sé endanleg niðurstaða um sakarefnið, verður honum ekki hnekkt nema þau ákvæði sem upp eru talin í 1.-6. tl. 1. mgr. 12. gr. séu fyrir hendi. 5. LOKAORÐ Engar tölur eru til um fjölda gerðardóma í landinu. í Danmörku ber að senda eintak gerðardóma til héraðsdóms í viðkomandi umdæmi. Er þetta gert til að hægt sé að fylgjast með því sem er að gerast á þessu réttarsviði. Hins vegar má spyrja hvort það sé ekki í andstöðu við hagsmuni aðila sem gerðarmeðferð kjósa m. a. vegna þess að málsmeðferð er ekki opinber, að þeir verði knúðir til að láta héraðsdómstól annast skráningu og geymslu á gerðardómum. Þeirri spurningu má varpa fram hvort hér á landi sé sama þörf fyrir gerðardóma og í öðrum löndum. ísland og Noregur eru einu ríkin á Norðurlönd- unum þar sem hægt er að kalla til sérfóða meðdómsmenn sem taka sæti í almennum dómstólum með fullum réttindum dómara. Þetta tryggir, að hægt er að flétta saman í málsmeðferðinni lagalegum og tæknilegum atriðum í meira mæli en gert er þar sem þetta fyrirkomulag þekkist ekki. Þetta fyrirkomulag þykir mikilvægur kostur gerðarmeðferðar auk þeirra er áður hefur verið vísað til. Rekstur máls fyrir hinum almennu dómstólum með meðdómsmönnum er auk þess mun ódýrari fyrir aðila en gerðarmeðferð. í lögunum er gert ráð fyrir því að aðilar geti skotið ágreiningi um kostnað gerðarmanna til dómstóla. Má búast við að dómstólar, sem fá slík mál til meðferðar líti fyrst og fremst til þeirrar vinnu sem gerðarmaður þarf að inna af hendi við gerðarstarfið. Víkjandi verður því eflaust það sjónarmið, að taka beri mið af þeim fjárhagslegu hagsmunum er um er deilt. Hvort gerðarmálum muni fjölga hér á landi í kjölfar laganna um samningsbundna gerðardóma verður tíminn að leiða í ljós. Hins vegar eru líkur á því að þeir sem gerðarmeðferð kjósa til að leiða til lykta réttarágreining sinn muni eftir gildistöku laganna búa við aukið réttaröryggi á þessu sviði. Með því væri tilgangi lagasetningarinnar náð. 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.