Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 28
gildi. Sátt ríkisstjórnarinnar laut að öðrum aðila og ályktun nrannréttindanefnd- arinnar laut einnig að þeim aðila. Það var ekkert annað sem knúði Hæstarétt til þeirrar niðurstöðu sem að framan er lýst en ákvæði MSE. Tulkun mannréttinda- nefndarinnar og ályktun kom alls ekki á óvart. Niðurstaða nefndarinnar var sú, sem allir höfðu búist við sem láta sig þessi mál einhverju varða. 13. NIÐURSTÖÐUR Af þessari greiningu hér að framan á dómi Hæstaréttar verður aðeins ein ályktun dregin og hún er sú, að ákvæði alþjóðlegra mannréttindasamninga, sem Island hefur fullgilt, séu nú hluti landsréttar og ákvæði landslaga, sem eru ósamþýðanleg mannréttindaákvæðum slíkra samninga, verði að víkja. íslensk- um dómstólum sé því skylt að beita reglum slíkra samninga sem gildandi landsréttur væri og veita þeim forgang, þegar þær rekast á ósamþýðanleg ákvæði landsréttar. Dómur Hæstaréttar er að því leyti einstakur, að tilteknum kenningum, sem njóta allsherjar viðurkenningar bæði í fræðikenningu og dómaframkvæmd, er skyndilega varpað fyrir róða og jafnframt fallist á aðrar. Eins og sýnt hefur verið fram á í grein þessari hafa íslenskir fræðimenn nánast án nokkurs fyrirvara verið sammála um að kenningin um tvíeðli réttarins - dualismi - gilti í íslenskunt rétti og af því leiddi, að landsréttur gengi framar en reglur fullgilts þjóðréttarsamn- ings, nema því aðeins aðsamningnum hefði verið veitt lagagildi. Dómstólar hafa síðan hvað eftir annað nánast fyrirvaralaust staðfest í dómurn gildi þessara kenninga í íslenskum rétti og vikið til hliðar réttarreglum í alþjóðlegum mannréttindasamningum sem ísland hefur fullgilt, enda þótt sýnt hafi verið fram á, að með því væru skert mannréttindi, sem njóta verndar samkvæmt samningunum. Ég tel ennfrentur að það séu ekki aðeins reglur MSE sem beita beri hér eftir milliliðalaust eins og þær voru skildar við fullgildingu íslands á MSE, heldur reglurnar eins og þær hafa verið túlkaðar af Mannréttindanefnd Evrópu og Mannréttindadómstól Evrópu. Þá tel ég og óhjákvæmilegt að álykta, að sama gildi urn ASBS. En hvers vegna skyldi Hæstiréttur hafa breytt svo um skoðun sem að framan er lýst? Því er fyrst til að svara, að Hæstarétti var ugglaust ljóst, að ef dómurinn hefði afneitað þeirri túlkun, sem fram kom hjá mannréttindanefndinni og ríkisstjórnin féllst á með sáttinni við Jón Kristinsson, þá hefði ísland hlotið fordæntingu þjóðasamtelagsins, a.m.k. hinsevrópska hluta þess. Undan þessari fordæmingu varð ekki komist nema með því að láta dualismann lönd og leið á sviði alþjóðlegra mannréttindasamninga og fallast á öll þau rök, sem lýst hefur verið hér að framan fyrir því að rétt sé að beita reglum alþjóðasamninganna um vernd mannréttinda sem landsréttur væri þannig, að þjóðréttarreglur hafi 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.