Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 24
irlýsingar S.Þ., ákvæði MSE og ASBS um tjáningarfrelsi án tillits til tjáningar- hátta.36 Þessu sér engan stað í forsendum héraðsdómanna og dóma Hæstaréttar. Er líklegt, að þessi aðferð við afgreiðslu slíkra sjónarmiða, sé alltíð hjá íslenskum dómstólum. Ekki eru tiltæk nein réttarfarsákvæði til að fá dómstóla til að taka efnislega afstöðu til slíkra varna í opinberum málum og kann að vera varhugavert ástand með hliðsjón af 6. gr. MSE og 14. gr. ASBS. í hrd. 1963:461 voru málsatvik þau, að sakadómur ákvað að verða við kröfu ákæruvalds um hald á erlendum togara vegna rannsóknar máls. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms m.a. með eftirfarandi skýringu: Samkvæmt lokaákvæði 1. gr. 1. nr. 5/1951 um breytingu á lögum nr. 5/1920 um bann gegn botnvörpuveiðum má leggja löghald á skip, sem notað hefur verið til ólöglegra botnvörpuveiða við ísland, og selja það síðan, að undangengnu fjárnámi, til lúkningar sektum á hendur skipstjórnarmanni svo og málskostnaði, sbr. og auglýsingu um fullgildingu Evrópuráðssamnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis nr. 11/ 1954, fylgiskjal II, 1. gr. in fine. Hér er ákvæði MSE um takmörkun á vernd eignarréttar beitt við hlið landsréttarákvæðis. Hæstiréttur virðist telja rétt að vekja sérstaka athygli á því að íslenskar lagareglur brjóti ekki í bága við ákvæði MSE. í hrd. 1970:212 var skipstjóri dæmdur í sekt fyrir fiskveiðibrot, enda þótt hann ætti ekki saknæman þátt í brotinu. í minnihlutaatkvæði hæstaréttardómarans Þórs Vilhjálmssonar eru hugleiðingar um hlutlæga refsiábyrgð á brotum gegn ákvæðum 1. nr. 62/1967. Telur hann ekki um slíka ábyrgð að ræða samkvæmt þeirri meginreglu íslensks réttar sem fr^m komi í 18. gr. alm. hgl., sbr. og 108. oml. og 2. tl. 6. gr. MSE. Þarna notar dómarinn reglu MSE til stuðnings túlkun sinni. í hrd. 1971:601 var ekki á þaðfallist, að bann við hundahaldi væri ólöglegt hér á landi, en því var haldið fram að slíkt bann væri andstætt 8. gr. MSE um friðhelgi einkalífs. í dóminum segir um þetta: Hefur sáttmálinn ekki öðlast lagagildi á Islandi, en auk þess fer bannið við hundahaldi ekki í bága við nefnt ákvæði hans. Hér gengur dómurinn ákaflega langt í að túlka vandasamt ákvæði í MSE enda þótt það hafi ekki lagagildi hér á landi, að áliti dómsins fram til þessa. Með þvíer viðurkennt nokkurt gildi MSE sem réttarheimildar að landsrétti. Árið 1985 tekur að draga til tíðinda, en hinn 25. nóvember 1985 gekk í Hæstarétti dómur í málinu: Ákæruvaldið gegn Jóni Kristinssyni (hrd. 1985:1290). í forsendum dóms Hæstaréttar eru tilfærð orðrétt rök skipaðs 36Þór Vilhjálmsson: The Protection of Human Rights in Iceland. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.