Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 45
svo og venjur og dómafordæmi sem myndast höfðu. í heild verður tæpast sagt að hin nýju lög feli í sér róttækar breytingar frá þeim reglum sem áður voru taldar gilda um samningsbundna gerðardóma. Tilgangur hinna nýju laga er fyrst og fremst sá að kveða á um ólögfest atriði og eyða þannig réttaróvissu sem áður ríkti óhjákvæmilega í ýmsum greinum. Taka ber þó fram að núgildandi lög fela í sér nýmæli um nokkur veigamikil atriði t.d. er nú ákveðið í lögunum að gerðardómar skuli vera aðfararhæfir. Rétt er og að geta þess í þessu samhengi að gerðardómar skipta miklu máli í alþjóðlegum lögskiptum. Einnig af þeim sökum þótti nauðsynlegt að fyrir hendi væri greinargóð löggjöf um gerðardóma sem væri í sem fyllstu samræmi við þær reglur sem gilda um alþjóðlega gerðardóma. Verður nú vikið að nokkrum atriðum núgildandi laga. Um önnur atriði sem snerta hina nýju löggjöf fjallar Valtýr Sigurðsson borgarfógeti á öðrum stað í tímaritinu. 2. TEGUNDIR GERÐARDÓMA 2.1. Gerðardómur sem aðilar setja á stofn Heimilt er aðilum að setja upp gerðardóm fyrir eitt tiltekið gerðarmál. Þetta er í raun algeng tilhögun gerðarmála. Oftast eru skipaðir þrír menn í gerðardóm. Venjulega skipar þá hvor aðili um sig einn mann í gerðardóminn en síðan skipa þeirsaman þann þriðja, þ.e. oddamann. Einnigeralgengt aðþriðjaaðilaséfalið að skipa oddamann, t.d. héraðsdómara. Vakin er athygli á að samkvæmt gerðardómslögunum verða nú allir gerðar- menn að fullnægja sérstökum hæfisskilyrðum héraðsdómara til meðferðar einstaks máls. í raun felur þetta í sér strangari reglur en áður voru taldar gilda þó að á þessu sviði hafi samt ríkt nokkur réttaróvissa. Gerðarmenn geta verið færri en þrír, t.d. tveir eða jafnvel einn. Þeir geta líka verið fleiri. Þegar fjöldi gerðarmanna er ákveðinn hafa aðilar venjulega annars vegar í huga kostnað af gerðarmeðferðinni og hins vegar að stundum kann að vera nauðsynlegt að hafa fleiri en einn gerðarmann. Sú nauðsyn á einkum við þegar um sérfræðileg efni er að ræða sem leysa þarf úr eða þegar mál er að öðru leyti mikilvægt fyrir aðilana. Um málsmeðferð fyrir gerðardómi sem aðilar setja á stofn gilda þær reglur sem þeir kunna að hafa ákveðið í gerðarsamningi svo og einstök ákvæði gerðardómslaganna. Sé ekkert ákveðið í gerðarsamningi um málsmeðferð (svo sem algengt er) gilda ákvæði fyrrgreindra laga og ýmsar venjur sem myndast hafa. Gerðardómar sem aðilar setja á stofn geta haft það hlutverk að leysa úr einu tilteknu deilumáli. Slíkir gerðardómar geta þó einnig átt við þegar samið er um 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.