Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 51
c) Málsmeðferð áfátt. í 7. gr. gerðardómslaganna er fjallað um málsmeðferð. Þessi ákvæði eru ófrávíkjanleg. Ennfremur má vera að gerðarsamningur hafi að geyma reglur um málsmeðferð. Ber þá að fara eftir slíkum reglum nema því aðeins að þær fari í bága við reglur 7. gr. Hér gildir þó sú regla að smávægileg brot á málsmeðferðarreglum valda að jafnaði ekki ógildingu gerðardóms. Kemur þar til sú meginregla sem áður er frá skýrt. Brot á málsmeðferðarreglum sem eru til þess fallin að veikja verulega réttarstöðu aðila eða traust á gerðardómi koma hér aðeins til álita. Telja verður t.d. að málsmeðferðarreglur séu brotnar í verulegum atriðum ef jafnræðisreglu hefur ekki verið gætt. Getur þetta m.a. átt við ef aðilar hafa ekki notið jafnræðis við öflun gagna eða við málflutning. d) Valdsvið. Með gerðarsamningi hafa aðilar gerðarmáls falið gerðarmönn- um að skera úr tilteknum réttarágreiningi. í gerðarsamningi verður að skilgreina úr hvaða réttarágreiningi skuli leyst. Er brýnt að hafa sem skýrust ákvæði um þetta. Vald gerðarmanna hvílir fyrst og fremst á gerðarsamningnum en að nokkru leyti á einstökum ákvæðum gerðardómslaga. Vald gerðardómsmanna er takmarkað við þessar heimildir. Af því leiðir að við framkvæmd og úrlausn gerðarmáls verða gerðarmenn að halda sig við gerðarsamninginn og gerðar- dómslögin að öllu leyti. Gerðardómurinn sjálfur ákveður valdsvið sitt í fyrstu umferð ef ágreiningur verður. Meginreglan er væntanlega að gerðarmönnum ber að skýra gerðar- samning þröngt um valdsviðið. Ástæðan er sú sem áður hefur verið að vikið að með gerðarsamningi hafa aðilar gerðarmáls afsalað sér því réttaröryggi sem fylgir almennri dómstólameðferð. Aðilar geta auðvitað samið svo um sérstaklega að tiltekið deiluefni, sem ekki fellur undir orðalag gerðarsamnings, skuli dæmt af gerðarmönnum. Slíkur samningur er bindandi fyrir aðilana. Hugsanlegt er einnig að aðili teljist hafa með aðgerðarleysi eða þegjandi samþykki samþykkt vissa útvíkkun á valdi gerðarmanna. Loks er hugsanlegt að áskilið sé skýrum orðum í gerðarsamningi að gerðarmenn skuli ákveða endanlega valdsvið sitt án afskipta dómstóla. Slík ákvæði eru sennilega gild að jafnaði en í sumum tilvikum væri þó e.t.v. unnt að víkja þeim til hliðar ef þau teldust skerða réttarstöðu aðila óhæfilega. Aðalreglan er hins vegar sú að hafi gerðarmenn farið út fyrir það valdsvið sem þeim hefur verið falið í gerðarsamningi hafa þeir í raun kveðið upp dóm um atriði sem aðilar hafa ekki falið þeim að skera úr um. Því er eðlilegt að komið geti til ógildingar gerðardóms að því leyti. Hafi gerðarmönnum t.d. verið falið að skera úr um það hvor aðila beri ábyrgð á tilteknum galla í fasteignakaupum hafa þeir enga heimild til þess að úrskurða um önnur atriði sem tengdust kaupunum, t.d. hver eigi að hirða arð af eigninni meðan á viðgerð stendur. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.