Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 7
TÍMARIT LÖGFRÆÐINGA 1. HEFTI 40. ÁRGANGUR JÚNÍ1990 DÓMHÚS Tímamót eru framundan í dómaskipun landsins. Hinn 1. júlí 1992 taka gildi lög nr. 92/1989 um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði. Samkvæmt þeim lögum verður komið á fót átta nýjum héraðsdómstólum. Dómstólarnir í Reykjavík verða lagðir niður. Dómsvald dómara í Reykjavík, sýslumanna og bæjarfógeta og lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli verður fært til hinna nýju dómstóla. Aðdragandi þessarar lagasetningar verður ekki rakinn hér. Þó skal þess sérstaklega getið að þung áhersla var á það lögð við löggjafarvaldið að samþykkt þessara laga hefði umtalsverðan kostnað í för með sér og að tryggja yrði fé á fjárlögum til þess að mæta honum. Má sem dæmi um það nefna eftirfarandi úr umsögn Dómarafélags Islands um frumvarpið: „Verði frumvarp til laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði að lögum er nauðsynlegt að tryggja jafnframt nægilegt fjármagn til þess að byggja eða kaupa hús yfir hina nýju dómstóla og til kaupa á nauðsynlegum búnaði.“ Ætla mætti að löggjafinn setti ekki lög um framtíðarskipan einnar greinar ríkisvaldsins sem sýnilega hefur verulegan kostnað í för með sér án þess að tryggja jafnframt nægilegt fjármagn til að koma hinni nýju skipan á. Hver er raunin? Á fjárlögum fyrir árið 1990 er einungis 8 milljónum króna varið til þessa verkefnis. Þá er að finna í 6. gr. 5.10. í fjárlögunum ákvæði þar sem segir að ríkisstjórninni sé heimilt: „Að kaupa húsnæði, að fengnu samþykki fjárveitinganefndar, fyrir héraðs- dómstóla, sem stofnaðir voru með lögum nr. 92/1989, um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, og taka til þess nauðsynleg lán.“ Minna gat það varla verið. Eftir er að sjá hvað verður ákveðið í fjárlögum fyrir árið 1991. Ef þar verður ekki kveðið á um myndarlegafjárveitingu til að tryggja dómstólunum viðunandi húsnæði er erfitt að sjá að breytingarnar komist í framkvæmd á tilsettum tíma. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.