Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Side 7

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Side 7
TÍMARIT LÖGFRÆÐINGA 1. HEFTI 40. ÁRGANGUR JÚNÍ1990 DÓMHÚS Tímamót eru framundan í dómaskipun landsins. Hinn 1. júlí 1992 taka gildi lög nr. 92/1989 um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði. Samkvæmt þeim lögum verður komið á fót átta nýjum héraðsdómstólum. Dómstólarnir í Reykjavík verða lagðir niður. Dómsvald dómara í Reykjavík, sýslumanna og bæjarfógeta og lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli verður fært til hinna nýju dómstóla. Aðdragandi þessarar lagasetningar verður ekki rakinn hér. Þó skal þess sérstaklega getið að þung áhersla var á það lögð við löggjafarvaldið að samþykkt þessara laga hefði umtalsverðan kostnað í för með sér og að tryggja yrði fé á fjárlögum til þess að mæta honum. Má sem dæmi um það nefna eftirfarandi úr umsögn Dómarafélags Islands um frumvarpið: „Verði frumvarp til laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði að lögum er nauðsynlegt að tryggja jafnframt nægilegt fjármagn til þess að byggja eða kaupa hús yfir hina nýju dómstóla og til kaupa á nauðsynlegum búnaði.“ Ætla mætti að löggjafinn setti ekki lög um framtíðarskipan einnar greinar ríkisvaldsins sem sýnilega hefur verulegan kostnað í för með sér án þess að tryggja jafnframt nægilegt fjármagn til að koma hinni nýju skipan á. Hver er raunin? Á fjárlögum fyrir árið 1990 er einungis 8 milljónum króna varið til þessa verkefnis. Þá er að finna í 6. gr. 5.10. í fjárlögunum ákvæði þar sem segir að ríkisstjórninni sé heimilt: „Að kaupa húsnæði, að fengnu samþykki fjárveitinganefndar, fyrir héraðs- dómstóla, sem stofnaðir voru með lögum nr. 92/1989, um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, og taka til þess nauðsynleg lán.“ Minna gat það varla verið. Eftir er að sjá hvað verður ákveðið í fjárlögum fyrir árið 1991. Ef þar verður ekki kveðið á um myndarlegafjárveitingu til að tryggja dómstólunum viðunandi húsnæði er erfitt að sjá að breytingarnar komist í framkvæmd á tilsettum tíma. 1

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.