Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 36
Hæstaréttar má sjá, að sé í verulegum atriðum vikið frá einkamálalögum við
gerðarmeðferð getur svo farið að málsmeðferðin verði ómerkt.1 Pá hafa
úrlausnir gerðardóma ekki verið aðfararhæfar og hefur það eflaust eitthvað
dregið úr því að úr réttarágreiningi hafi verið leyst með gerð.
í greinargerð með gerðardómslögunum eru taldir upp til glöggvunar helstu
þjóðréttarsamningar um gerðardóma og gerð stutt grein fyrir þeim svo og helstu
gerðardómsstofnunum. Vísast til greinargerðarinnar til frekari upplýsinga um
þau atriði. Þó er ástæða til að minna hér á það hlutverk sem Sameinuðu
þjóðirnar hafa gegnt við að samræma lagaákvæði ýmissa landa um gerðardóma.
Ber þar fyrst að nefna New York samninginn frá árinu 1958 sem yfir 70 ríki hafa
staðfest. (ísland er ekki þar á meðal). Árið 1966 var stofnuð á vegum Sameinuðu
þjóðanna nefnd, UNCITRAL [United Nations Commission on International
Trade Law], til að vinna að samræmingu á sviði löggjafar um samningsbundna
gerðardóma enda þótti mismunandi löggjöf skapa óvissu í alþjóðlegum verslun-
arviðskiptum. Umfangsmiklu starfi nefndarinnar lauk þegar samþykktar voru
tillögur hennar um svonefnd rammalög (Almennt nefnd UNCITRAL Model-
law) í júní 1985. Nefndin hafði þá sent frá sér fjölda uppkasta og haft samráð við
allar helstu gerðarstofnanir. Til dæmis hélt Gerðardómur alþjóðlega verslunar-
ráðsins (ICCA) fund í Lausanne árið 1984 með 500 þátttakendum þar sem
frumvarp nefndarinnar var reifað. Rammalögin hafa verið notuð sem fyrirmynd
við lagasetningu í ýmsum löndum og jafnvel verið byggt á þeim að verulegu leyti
t. d. í löggjöf Kanada og Hollands um samningsbundna gerðardóma. Þau eru
hins vegar fyrst og fremst ætluð til nota í alþjóða verslunarviðskiptum eins og
áður sagði.
3. EFNISSKIPAN
Lögum nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma má skipta í eftirtalda
efnisþætti:
í fyrsta lagi eru ákvæði um gerðarsamninginn. í öðru lagi eru ákvæði er fjalla
um skipun og hæfi gerðarmanna. í þriðja lagi er fjallað um málsmeðferð fyrir
gerðardómi og í fjórða lagi er fjallað um hlutverk dómstóla við gerðarmeðferð.
3. 1. Gerðarsamningurinn
Gerðarsamningurinn er aðalatriðið við sönnun þess hverjir séu aðilar gerðar-
máls, hvort ætlun þeirra hafi verið sú að leggja réttarágreining sinn í gerð, úr
hvaða réttarágreiningi skuli leysa og með hvaða hætti.
í 1. mgr. 3. gr. gerðardómslaganna er gerðkrafaum að gerðarsamningurskuli
vera skriflegur. Er það í samræmi við norsk, finnsk og þýsk gerðardómslög svo
1 Hrd. 1966 561. Miðnesdómurinn. Sjá sjónarmið aðila í Hrd. 1974 70.
30