Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 8
En hvers vegna skyldu dómarar og lögmenn ekki láta sér þetta í léttu rúmi liggja. Dómstólar eru fyrst og fremst fyrir þá landsmenn sem þangað þurfa að leita eða þangað eru kvaddir og eru þar með einn af hornsteinum stjórnskipunar okkar. Vissulega er það svo en hér þarf jafnframt tvenns að gæta. Annað er það að landsmenn hafa látið sig dómstólana furðu litlu varða. Helstu viðbrögð gagnvart þeim er gagnrýni á meðferð einstakra mála, réttmæt eða óréttmæt eftir atvikum. Almennur áhugi á starfsemi dómstólanna og aðbúnaði þeirra er sáralítill og veitir því stjórnvöldum takmarkað aðhald. Hitt er að dómstólarnir eru vinnustaðir dómara og einnig lögmanna að töluverðu leyti. Dómara og lögmenn skiptir miklu máli hvernig að dómstólunum er búið bæði að húsakosti og mannafla. Dómstörf eru þess eðlis að þeim verður að fylgja ákveðin reisn og virðing sem góður aðbúnaður getur að nokkru leyti skapað og auðveldað að halda, en slæmur aðbúnaður spillt. Þótt svo sé má aldrei gleyma því að mestu máli skiptir sú virðing sem hver dómari og hver lögmaður ber fyrir sjálfum sér. Ef sjálfsvirðingu skortir er tæpast hægt að gera kröfu um virðingu að utan. En hvert stefnir í þessum málum? Er það dæmigert fyrir það sem koma skal, að þeir sem daglega véla um fjármál þjóðarinnar virðast helst vilja koma héraðsdómstólnum í Reykjavík fyrir í aflögðum geymslum og skrifstofum ÁTVR, en spyrna við fótum að kaupa Útvegsbankahúsið við Lækjartorg, sem ríkinu er falt til kaups á ágætu verði og myndi henta dómstólnum prýðilega. Möguleiki á byggingu dómhúss í Reykjavík virðist ekki vera fyrir hendi. Hér verður þó örugglega ekki tjaldað til einnar nætur heldur til aldar eða alda. Þetta mál má væntanlega skoða sem prófstein á það hvaða hug hinir pólitísku valdhafar bera til dómstólanna og þess starfs sem þar er unnið. Niðurstöðunnar hljóta allir þeir sem láta sig þessi mál einhverju skipta að bíða með eftirvæntingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.