Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 16
í 2. gr. 2. tl. ASBS er kveðið á um skyldu aðildarríkis til að koma á: lögum eða öðrum ráðstöfunum er kunna að vera nauðsynlegar til þess að réttindum skv. samningi þessum sé framfylgt. í 2. gr. 3. tl. (a) er lögð skylda á herðar ríki um að tryggja þeim, sem brotið hefur verið á, virk úrræði, enda þótt skerðingin hafi verið framin af mönnum, sem fara með stjórnvald. Akvæði þessi leggja ríka skyldu á aðildarríkin um framkvæmd skuldbindinga sinna og hefur Torkel Opsahl talið skyldu skv. 2. gr. ASBS um að „virða og ábyrgjast (respect and ensure) réttindi“ tvöfalda skyldu um framkvæmd mann- réttindaverndar. Fræðimenn eru þó almennt sammála um, að í sáttmálanum felist ekki skylda til framkvæmdar með tilteknum hætti. Ekki sé skylt að veita sáttmálanum lagagildi í heild sinni (incorporation) eða skylda til að innleiða ákvæði sáttmálanna með öðrum hætti í löggjöf ríkis. Hinsvegar eru fræðimenn ásáttir um að mannréttindi, sem verndar njóta, megi ekki skerða, jafnvel þótt skerðingin sé heimil að landsrétti. Ekkert ríki geti borið fyrir sig stjórnarskrá sína eða löggjöf til réttlætingar á því að efna ekki skuldbindingar sínar að þjóðarétti.9 Aðrir fræðimenn hafa gengið enn lengra og talið að a.m.k. MSE veiti einstaklingum í aðildarlöndunum beinan rétt. Stofnað sé til réttar fyrir einstak- linginn, sem geti borið fyrir sig ákvæði MSE fyrir yfirvöldum og dómstólum. Þetta leiði af 13. gr. MSE, en í þeirri grein sé gert ráð fyrir því að dómstólar landsins taki afstöðu til þess hvort ákvæði MSE séu haldin. Þetta verði ekki öðruvísi skilið en svo, að mannréttindaákvæðin séu hluti af landsrétti.10 Enda þótt um það megi deila á hvern hátt þegnarnir geti notfært sér þá vernd, sem skilgreind er í sáttmálunum, þá er óumdeilanlegt að þegnunum eru veitt réttindi með mannréttindasamningunum til viðbótar við þau réttindi, sem þeim eru tryggð í landsrétti. Slíkt er að sjálfsögðu nýjung, sem verulegu máli skiptir, þegar reynt er að skilgreina stöðu sáttmálanna í landsrétti. 8. ÁLIT ÍSLENSKRA FRÆÐIMANNA Fjölmargir íslenskir lögfræðingar hafa látið í ljós skoðun sína á stöðu þjóðréttarsaminga almennt í íslenskum landsrétti og stöðu mannréttindasátt- mála sérstaklega. Ólafur Jóhannesson segir m.a. um samninga, sem eru gildir að þjóðarétti, en Torkel Opsahl: Human RightsToday: International Obligations and National Implementa- tion, 159-160. '“Terje Wold: Den Europeiske Menneskerettighetskonvensjon, 357-358. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.