Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Side 16

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Side 16
í 2. gr. 2. tl. ASBS er kveðið á um skyldu aðildarríkis til að koma á: lögum eða öðrum ráðstöfunum er kunna að vera nauðsynlegar til þess að réttindum skv. samningi þessum sé framfylgt. í 2. gr. 3. tl. (a) er lögð skylda á herðar ríki um að tryggja þeim, sem brotið hefur verið á, virk úrræði, enda þótt skerðingin hafi verið framin af mönnum, sem fara með stjórnvald. Akvæði þessi leggja ríka skyldu á aðildarríkin um framkvæmd skuldbindinga sinna og hefur Torkel Opsahl talið skyldu skv. 2. gr. ASBS um að „virða og ábyrgjast (respect and ensure) réttindi“ tvöfalda skyldu um framkvæmd mann- réttindaverndar. Fræðimenn eru þó almennt sammála um, að í sáttmálanum felist ekki skylda til framkvæmdar með tilteknum hætti. Ekki sé skylt að veita sáttmálanum lagagildi í heild sinni (incorporation) eða skylda til að innleiða ákvæði sáttmálanna með öðrum hætti í löggjöf ríkis. Hinsvegar eru fræðimenn ásáttir um að mannréttindi, sem verndar njóta, megi ekki skerða, jafnvel þótt skerðingin sé heimil að landsrétti. Ekkert ríki geti borið fyrir sig stjórnarskrá sína eða löggjöf til réttlætingar á því að efna ekki skuldbindingar sínar að þjóðarétti.9 Aðrir fræðimenn hafa gengið enn lengra og talið að a.m.k. MSE veiti einstaklingum í aðildarlöndunum beinan rétt. Stofnað sé til réttar fyrir einstak- linginn, sem geti borið fyrir sig ákvæði MSE fyrir yfirvöldum og dómstólum. Þetta leiði af 13. gr. MSE, en í þeirri grein sé gert ráð fyrir því að dómstólar landsins taki afstöðu til þess hvort ákvæði MSE séu haldin. Þetta verði ekki öðruvísi skilið en svo, að mannréttindaákvæðin séu hluti af landsrétti.10 Enda þótt um það megi deila á hvern hátt þegnarnir geti notfært sér þá vernd, sem skilgreind er í sáttmálunum, þá er óumdeilanlegt að þegnunum eru veitt réttindi með mannréttindasamningunum til viðbótar við þau réttindi, sem þeim eru tryggð í landsrétti. Slíkt er að sjálfsögðu nýjung, sem verulegu máli skiptir, þegar reynt er að skilgreina stöðu sáttmálanna í landsrétti. 8. ÁLIT ÍSLENSKRA FRÆÐIMANNA Fjölmargir íslenskir lögfræðingar hafa látið í ljós skoðun sína á stöðu þjóðréttarsaminga almennt í íslenskum landsrétti og stöðu mannréttindasátt- mála sérstaklega. Ólafur Jóhannesson segir m.a. um samninga, sem eru gildir að þjóðarétti, en Torkel Opsahl: Human RightsToday: International Obligations and National Implementa- tion, 159-160. '“Terje Wold: Den Europeiske Menneskerettighetskonvensjon, 357-358. 10

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.