Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Page 18

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Page 18
Friðjón Skarphéðinsson 17, Einar Arnalds 18 og Sigurgeir Sigurjónsson 19 halda því afdráttarlaust fram, að MSE hafi ekki lagagildi á íslandi og sá síðastnefndi tekur sérstaklega fram, að íslenskum dómstólum sé óheimilt að beita ákvæðum sáttmálans sem lög væru. Á ráðstefnu um mannréttindamál á Norðurlöndum, sem haldin var í Turku í Finnlandi árið 1973 flutti Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari erindi um vernd mannréttinda á íslandi. í erindinu segir m.a.:20 Many rules of human rights are found in statutes executed by the Althing. On the other hand, international treaties ratified by Iceland are not appiicable by the courts. Treaties do not become law of the land unless they are made into statutes by the legislative using the same method as applied to any other legislation. Þór Vilhjálmsson vék sérstaklega að stöðu MSE í framlagi sínu til 31. norræna lögfræðingaþingsins 1987.21 Hann gat þess skýrt, að samkvæmt ríkjandi skoðun í norrænum rétti hefði EMS ekki stöðu sem landsréttur og ekkert Norðurland- anna hefði heldur veitt sáttmálanum lagagildi, þannig að sáttmálanum eða hlutum hans yrði beitt milliliðalaust. Hann getur þess síðan, að nú sé það til umræðu á Norðurlöndum hvað sé fólgið í kenningunni um tvíeðli réttarins (dualismi) og hvort gera beri svo skýr skil milli þjóðaréttar og landsréttar og áður var gert. Höfundur lýkur hugleiðingum sínum með því að segja, að MSE sé ekki hliðstæður landsrétti. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður vitnar til MSE, ASBS og Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna við túlkun á prentfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar.22 Hann hefur þá afstöðu til ákvæða MSE að þau hafi gildi við skýringu á íslenskum lögum, þ.e. að skýra beri þau til samræmis við sáttmálann að öðru jöfnu. Eins og yfirlit þetta ber með sér hafa íslenskir fræðimenn verið þeirrar skoðunar, að ákvæðum í þjóðréttarsamningum verði ekki beitt af íslenskum dómstólum nema þau hafi verið sérstaklega lögleidd. Ekki gera þeir almennt greinarmun á mannréttindasáttmálum og öðrum þjóðréttarsamningum að þessu leyti, enda þótt sums staðar örli á fyrirvara. Fræðimenn eru jafnframt sammála um að beita megi ákvæðum þjóðaréttar við túlkun landsréttar, enda sé ekki um ósamþýðanlegar reglur að ræða. 17Friðjón Skarphéðinsson: Mannréttindasáttmáli Evrópu, 86. l8Einar Arnalds: Um mannréttindadómstól Evrópu. 125. '’Sigurgeir Sigurjónsson: Mannréttindasáttmáli Evrópu og stofnanir skv. honum. 225-226. 20Human Rights Journal. Vol. VIII-I, 1975, 222. 21Þór Vilhjálmsson: Menneskerettighedskonventionernes betydning i lovgivning og praksis, 253. 22Jón Steinar Gunnlaugsson: Deilt á dómarana, 38-40. 12

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.