Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 58

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Blaðsíða 58
1987. Evrópubandalagið er samheiti á þremur bandalögum, þ.e. Kola- og stálbandalagi Evrópu (stofnað 1951), Efnahagsbandalagi Evrópu (stofnað 1957) og Kjarnorkubandalagi Evrópu (stofnað 1957). Er Efnahagsbandalagið lang mikilvægast þessara þriggja bandalaga. Þau hafa nú sameiginlegan rekstur og stjórnarstofnanir. Það hefði verið sönn fyrirhyggja að fylgjast gerla með og rannsaka þennan viðskiptarisa þegar frá fæðingu hans. Þá væri kannski minna írafár nú. Grundvallarlög bandalagsins, Rómarsáttmálinn frá 25. mars 1957, eru ekki einu sinni til í íslenskri þýðingu, sem m.a. hefur valdið því, að notkun orða og hugtaka er ómarkviss og í ruglingi. Þótt ekki tíðkist af opinberri hálfu að þýða milliríkjasamninga nema aðild standi til, mætti gera afbrigði í þessu mikilvæga tilfelli. Eftir þessu ætti ekki að koma á óvart hve lítið hefur verið ritað um Evrópubandalagið á íslensku. Það hefði þurft að vera meira, þegar það tvennt er haft í huga hversu mikilvægt bandalagið er fyrir viðskiptahagsmuni íslendinga og einstakt sem þjóðréttarlegt fyrirbæri, það svo að það á tæpast sveitfesti á því réttarsviði. Lögfræðingar hafa þó síst látið sinn hlut eftir liggja. Stefán Már Stefánsson lagaprófessor samdi rit um Efnahagsbandalag Evrópu 1976. Hann skoðar fyrirbrigðið af lögfræðilegum sjónarhóli, en veitir jafnframt allgott yfirlit yfir bandalagið og starfsemi þess, þar sem hann þræðir stofnsamning og grundvöll þess, Rómarsáttmálann, nokkuð gaumgæfilega. Stefán tók sátt- málann í danskri gerð upp í bók sína. Er til mikils hagræðis að hafa sáttmálann við höndina við lestur rita um Evrópubandalagið. Það, sem sérstaklega greinir Evrópubandalagið frá öðrum milliríkjasamtök- um er framsal aðildarríkj anna á nokkrum hluta ríkisvalds til stofnana bandalags- ins og myndun sérstaks réttarkerfis á vettvangi þess, er gengur framar landsrétti hinna einstöku ríkja. Þetta “yfirþjóðlega" eðli bandalagsins, sem svo hefur verið kallað, hefur þótt girnilegt til lögfræðilegra athugana í stjórnskipunar- og þjóðarétti. Því hefur verið mikið um þetta ritað erlendis, t.d. norrænir lögvís- indamenn á þeim tíma, þegar innganga Danmerkur og Noregs í bandalagið stóð fyrir dyrum. íslenskir lögfræðingar hafa einnig gert þessu athyglisverða við- fangsefni nokkur skil. Fyrst má nefna grein Ólafs Jóhannessonar í 1. hefti Tímarits lögfræðinga 1962, er hann nefndi: Stjórnarskráin og þátttaka íslands í alþjóðastofnunum. Þá er að nefna grein í 1. tbl. Úlfljóts 1971 eftir Baldur Guðlaugsson, er ber heitið: Efnahagsbandalag Evrópu og norrænn stjórnskip- unarréttur. í 3. tbl. þess tímarits 1971 er greinarkorn eftir Pál Skúlason, þar sem vikið er að þessu efni. Loks ber að geta þess, að Gunnar G. Schram hefur nýlega fjallað um þetta í ritgerðinni: Framsal ríkisvalds til Evrópubandalagsins, er birtist í Ármannsbók bls. 220-247. Upp á síðkastið hefur verið nokkuð um útgáfu fræðsluritlinga um Evrópubandalagið, t.d á vegum Alþingis, Félags íslenskra iðnrekenda og Verslunarráðsins. Þá er rétt að geta skýrslu utanríkis- ráðherra til Alþingis um könnunarviðræður EFTA-ríkjanna við Evrópubanda- 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.