Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Side 10

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Side 10
Hrafn Bragason: HLUTVERK OG ÞRÓUN HÆSTARÉTTAR ÍSLANDS 1. ALMENNT UM HLUTVERK DÓMSTÓLA Stjómarskráin kveður á um skiptingu ríkisvaldsins milli ólíkra yfirvalda eftir hlutverki þeirra, sbr. 2. gr. hennar. Forseti og þing fara saman með löggjaf- arvaldið, forseti, ríkisstjóm og önnur stjómvöld fara með framkvæmdarvaldið og dómstólarnir fara með dómsvaldið. Dómstólarnir og framkvæmdarvaldið eru löggjafanum undirgefin í þeim skilningi að gerðir þeirra eiga að fylgja þeim reglum sem settar era með lögum eða með heimild í lögum. Stjómar- skránni verða allir handhafar ríkisvaldsins að fylgja. Löggjafinn getur ekki skorið úr réttarágreiningi, sem þegar liggur fyrir. Ný lög geta hins vegar átt rót sína að rekja til úrlausnar dómstóls. Má þar t.d. nefna lög nr. 34/1994 um breytingu á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum, sem sett voru í kjölfar dóms Hæstaréttar, sem kveðinn var upp 20. janúar 1994. Löggjöf sem þannig er til komin hefur þó venjulega aðeins áhrif sé litið til framtíðar og getur ekki breytt þegar uppkveðnum dómi. Dómstólunum ber að fylgja reglum löggjafarinnar en um leið og þeir leysa skyldur sínar eiga þeir þátt í réttarþróuninni. Þeir gera þannig lögin fyllri með lagatúlkunum sínum og leggja drög að venjum á þeim sviðum réttarins, sem ekki eru lögbundin. Löggjöfin hefur ekki og getur ekki tekið afstöðu til allra hluta. Þegar dómstólamir komast að þeirri niðurstöðu að ekki verði stuðst við setta lagareglu skapa þeir rétt með því að leggja almennar reglur til grund- vallar úrlausnum sínum. Löggjöf getur svo síðar breytt rétti sem dómstólamir hafa skapað. Vald löggjafans takmarkast af stjórnarskránni og samkvæmt stjómskipunar- venju eru það dómstólarnir sent eiga úrskurðarvald um það hvort lög sam- 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.