Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Qupperneq 12

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Qupperneq 12
þess að ná rétti sínum sé hann ekki fúslega eftirlátinn. Frá þessu eru þó þær undantekningar, sem mælt er fyrir um í 1. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Á því er byggt í íslenskri löggjöf að þegnarnir nái rétti sínum með aðstoð stjórnvalda. í 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu segir að þegn aðildanikis skuli eiga þess kost að fá mál um réttindi sín og skyldur að einkamálarétti, eða mál um meinta refsiábyrgð sína, prófuð innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum, óvil- höllum dómstóli. Skipan dómstólsins á að vera ákveðin með lögum. I mann- réttindayfirlýsingu og mannréttindasáttmálum Sameinuðu þjóðanna er að finna lík ákvæði. í raun er ekki verið að mæla fyrir um aðrar grunnreglur, en sem sjálfsagðar hafa verið taldar í vestrænum lýðræðisríkjum og fyrirskipaðar eru í stjórnarskrám þeirra. Þau ríki sem gerst hafa aðilar að þessum sáttmálum hafa með því skuldbundið sig til að virða réttaröryggið og sjá til þess að lög- gjöf og réttarframkvæmd ríkisins sé í samræmi við þá. I 6. gr. mannréttinda- sáttmálans er verið að mæla fyrir um rétt þegna aðildarríkjanna til að leggja mál sín fyrir óháða og óhlutdræga dómstóla, sem stofnaðir hafa verið með lögum, og að málsmeðferð fyrir þeim taki aðeins hæfilegan tíma. Með lögum nr. 62 frá 19. maí 1994 öðlaðist Mannréttindasáttmáli Evrópu lagagildi á Islandi. Islenskir dómstólar höfðu áður túlkað íslensk lög svo að þau yrðu í sem bestu samræmi við sáttmálann, sbr. H 1990 2, 14, 92, o. fl. Lögtaka sátt- málans kemur því helst til með að hafa áhrif hafi lagatexti verið í beinu ósam- ræmi við hann. Fer þá að lögskýringarreglum hvernig dómstólar leysa úr þeim árekstrum. Ákvæði sáttmálans ættu þá að ganga fyrir ákvæðum eldri laga. Erfiðara yrði hins vegar um lögskýringar og dómstólar gætu lent í miklum erfiðleikum færi svo að á Alþingi yrðu sett lög sem illa yrðu samræmd ákvæð- um mannréttindasáttmálans. II. UM DÓMSTIGIN Hversu vel sem dómaskipun lands er úr garði gerð verður aldrei útilokað að dómsúrlausn geti orðið misheppnuð eða gölluð eða ekki verði við hana unað. Ymsar ástæður geta legið til þess. Héraðsdómur getur hafa túlkað laga- reglu ranglega, málsmeðferðin getur hafa farið úr böndunum og gögn sem aðilamir lögðu fyrir dóminn geta hafa verið misvísandi eða ófullkomin. Áhættuna af þessu má minnka með því að heimila endurskoðun dómsúrlausna. Á hinn bóginn krefst réttaröryggið þess ekki aðeins, að sá sem hefur réttinn sín megin vinni mál, heldur á hann einnig að fá þá úrlausn innan hæfilegs tíma, án óhæfilegrar fyrirhafnar og allt of mikils kostnaðar. í lýðræðisríkjum á það að vera aðalreglan að aðilar geti fengið dómsmál lagt fyrir að minnsta kosti tvö dómstig. Samkvæmt 2. gr. samningsviðauka nr. 7 við Mannréttindasáttmála Evrópu á sérhver sá sem dæmdur er fyrir refsivert brot rétt á að skjóta ákvörðunum um sekt eða refsingu til æðri réttar til endurskoðunar. Undanþágur eru þó veittar varðandi smávægileg brot og ef fyrsta meðferð máls er fyrir æðsta hugsanlegum dómstóli eða ef sakfellt er 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.