Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Qupperneq 14

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Qupperneq 14
sem frestar máli að nauðsynjalausu. Stuðla eigi að því að takmarka munnlegan flutning máls við það sem er alveg nauðsynlegt og auka eigi samskipti milli dómstólanna og lögmanna í því skyni að bæta málsmeðferðina. Heimildir til að endurskoða dómsúrlausnir eiga á tvennan hátt að verða til þess að koma í veg fyrir mistök. Heimildirnar eiga í fyrsta lagi að veita hér- aðsdómurum aðhald svo þeir vandi úrlausnir sínar frekar. I öðru lagi á endur- tekin málsmeðferð, oft með frekari og fullkomnari gögnum og fyrir fleiri og oft reyndari dómurum, að veita auknar líkur á efnislega traustari niðurstöðu. Hvort þessar heimildir virka alltaf á þennan hátt er svo annað mál. Hlutverk áfrýjunardómstóla er þó ekki eingöngu að bæta úrlausnir héraðsdómstóla heldur eiga þeir ekki síður að stuðla að samræmi í túlkun laga og réttar innan ríkisins. Þeir eiga að gæta þess að rétturinn verði sá sami í öllu ríkinu og að allir séu jafnir fyrir lögunum og fái sem líkasta meðferð. Þetta gerist á tvennan veg. í fyrsta lagi eru áfrýjunardómstólar í öllum þjóðfélögum færri en héraðs- dómstólarnir og æðsti dómstóllinn er aðeins einn fyrir hvert efnissvið. f öðru lagi er við því að búast að héraðsdómstólamir lagi úrlausnir sínar að þekktum fordæmum áfrýjunardómstólanna. III. UM HEIMILDIR TIL ENDURSKOÐUNAR DÓMSÚRLAUSNA ÍSLENSKRA DÓMSTÓLA OG TAKMÖRK ÞEIRRA A íslandi sem í öðrum löndum er aðilum dómsmáls gefinn kostur á endur- skoðun dómsúrlausnar, en þann kost verða þeir að hafa notað innan hæfilegs tíma, samkvæmt 144. gr. og 153. gr. laga nr. 91/1991 unr meðferð einkamála, sbr. 7. gr. laga nr. 38/1994 og 144. gr. og 151.-152. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, sbr. 11. og 12. gr. laga nr. 37/1994. Að liðnum kæru- eða áfrýjunarfresti gefst almennt ekki frekari kostur á að breyta úrlausninni. Frá þessu má þó fá undanþágu, sbr. 153. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 2. mgr. 7. gr. laga nr. 38/1994. Sjá einnig hér XXVI. kafla laga nr. 91/1991 og XXII. kafla laga nr. 19/1991 um endurupptöku dæmdra mála. Á íslandi er það Hæstiréttur sem hefur það hlutverk að endurskoða dóms- úrlausnir. Flestum dómsúrlausnum héraðsdóms verður skotið til endurskoð- unar hans. Aðilar þurfa að gæta þess eins að virða þá fresti sem til þess eru settir, þ.e. kærufrest og áfrýjunarfrest. Vegna kostnaðar og mikils fjölda mál- skota til Hæstaréttar hefur þó verið reynt að koma í veg fyrir að allra veiga- minnstu eða einföldustu málum verði skotið til réttarins. Þetta er gert með því að takmarka kæruheimildir að mestu við ákvarðanir og úrskurði sem héraðsdómur kveður upp fyrir aðalílutning máls, sbr. 2. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 og 2. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991, og með því að binda áfrýjun við fjárkröfur að lágmarki 300.000 krónur eða við hagsmuni sem metnir verði meiri en 300.000 krónur, þ.e. ef meta má hagsmuni af máli til fjár, sbr. 152. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 6. gr. laga nr. 38/1994. Hæstiréttur getur þó sam- kvæmt sömu grein leyft undanþágur frá þessari áfrýjunarfjárhæð að ákveðnum 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.