Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Síða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Síða 16
og rétturinn til þess að fá mál tekið fyrir á tveimur dómstigum er lítið tak- markaður. Víðast í þeim ríkjum, sem okkur eru skyldust að stjórnarfari og menningu, á þetta einnig að vera aðalreglan, enda þótt fá megi meðferð þriggja dómstiga í þeim öllum í sumum málum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. I öllum ríkjunum er það aðalreglan að þriðja meðferð máls fyrir dómstólunum fæst aðeins með leyfi. I Svíþjóð hefst meðferð flestra almennra mála (ath. að í Svíþjóð eru sérstakir stjórnsýsludómstólar) við héraðsdómstóla (Tingsrátt- ema) og verður skotið þaðan til landshlutadómstóla (Hovrátterna) og aðeins þaðan til Hæstaréttar (Högsta domstolen) með leyfi réttarins. Dómstólaskipun Finnlands er sniðin eftir þeirri sænsku. Eftir nýlegar breytingar á dómstóla- skipun Danmerkur er það einnig aðalreglan þar að mál hefjast á héraðsdóm- stigi, (fyrir einhverjum byrett) verður þaðan skotið til annars tveggja lands- hlutadómstóla (0stre- eða Vestre-Landsret) og aðeins með leyfi dómsmála- ráðuneytis þaðan til Hæstaréttar Danmerkur. Tillögur eru um að láta réttinn sjálfan veita þessi leyfi. Frá þessari aðalreglu em þó viðamiklar undantekn- ingar. Landsréttimir eru þannig fyrsta dómstig í málum um ákvarðanir ráðu- neyta og í málum sem afgreidd hafa verið af einhverju stjórnvaldi eftir kæm frá lægra settu stjórnvaldi, hvorttveggja í deiluefnum stjómvalda og einstakl- inga. Auk þessa má að ósk aðila vísa málum, sem annars eiga að hefjast fyrir héraðsdómi, til landsréttar hafi þau svo mikið fordæmisgildi eða mikla þýð- ingu annars að rétt þyki að fleiri en einn löglærður dómari fari með þau og að skjóta megi þeim síðan beint til Hæstaréttar. Þá hefjast ýmis alvarlegustu afbrotamálin fyrir landsréttunum. Þessum málum öllum verður vísað til Hæstaréttar án leyfis, en sakamálunum þó ekki um sönnunaratriði. í Noregi er verið að breyta dómaskipaninni. Alvarlegustu sakamálin byrjuðu áður við landshlutadómstólana (lagmannsrettene) og sakamál sem dæmt var af héraðsdómstóli (herredsrett eða byrett) varð skotið beint til Hæstaréttar Noregs, þ.e. kærunefndar hans nema áfrýjað væri til nýrrar sönnunarfærslu. Þá fór málið til einhvers landshlutadómstóls. Kærunefndin er skipuð þremur dómurum og fyrir þessar nýju breytingar gerðu þeir forathugun á málunum og gátu hafnað því að þau færu til meðferðar Hæstaréttar eða ákveðið að hér- aðsdómur stæði óbreyttur væru allir dómaramir þrír því sammála. Hæstiréttur Noregs mat ekki að nýju trúverðugleika aðila- og vitnaskýrslna í sakamálum. Nú er verið að breyta lögum á þann veg að öll mál eiga að byrja hjá héraðs- dómstólunum og heimildir kærunefndar Hæstaréttar eiga að færast til lands- hlutadómstólanna. Sakamálunum, sem áður byrjuðu fyrir þeim dómstólum, verður þó skotið þangað án forathugunar einhverra þriggja dómara viðkom- andi dómstóls. Héraðsdómur skal við meðferð sakamáls skipaður einum lög- lærðum dómara og tveimur leikdómurum nema sakborningur hafi játað sök en þá fer löglærður dómari einn með mál. Einkamál geta aftur á móti sem áður farið um þrjú dómstig. I öllum ríkjunum er sá munur á meðferð máls, sem skotið er frá lægra sett- um dómstóli til landshlutadómstóls, og málskoti til hæstarétta þeirra, að mögu- 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.