Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Side 19

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Side 19
för með sér mjög aukin afköst, þótt þau hafi ekki verið möguleg án aukins vinnuálags. Eftir gildistöku þeirra hefur verið mögulegt að koma í veg fyrir að þeim málum fjölgi sem bíða afgreiðslu réttarins. Með þeim réttarfarsbreytingum, sem gildi tóku 1. júlí 1992, var einnig reynt að fækka og fresta málskotum út af meðferð mála fyrir héraðsdómi. Breytingar þessar áttu aðallega að styrkja aðalmeðferð máls og miða að því að hún gæti farið fram í samfellu, sbr. 2. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 og 2. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991. Hugsanlega má gera miklu róttækari breytingar hér á og miða að því að sem minnst verði gripið inn í málsmeðferð héraðsdóms með kærum og láta héraðsdómara sem mest um að koma máli áfram. Tilgangurinn væri sá að hraða málsmeðferðinni. Þá verður að treysta því að aukin ábyrgð á málsmeðferðinni hvetji héraðsdómara til að vanda hana sem mest, enda ættu þeir það á hættu að fá mál sent heim frá æðra rétti til nýrrar og betri meðferðar. Með réttarfarsbreytingunum 1. júlí 1992 átti einnig að stuðla að því að mál- skot frestaði ekki framkvæmd úrskurða héraðsdóms um aðför, sbr. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989 um aðför og um framkvæmd nauðungaruppboðs, sbr. 3. mgr. 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu, nema í úrskurðinum væri á það fallist. Það er nokkurt athugunarefni hvaða áhrif þetta hefur haft og hvort ekki þurfi að huga að framkvæmd þessara heimilda í þá veru að færri úr- skurðum verði skotið til Hæstaréttar. Dómarar Hæstaréttar geta ef til vill stuðl- að að því með leiðbeiningum og aðftnnslum. Einnig má athuga hvort heppilegt geti reynst að styrkja þessa leið frekar með löggjöf og láta hana ná til fleiri úrlausna héraðsdóms. Má þá líta til þeirrar stefnumörkunar Evrópuráðsins sem nefnd var hér framar í greininni. Eftir að breytingar á málsmeðferð og á skipan héraðsdómstigsins höfðu gengið í gildi ásamt þeim breytingum á málskotsheimildum til Hæstaréttar, sem að framan er gerð grein fyrir, var farið að huga að breytingum á máls- meðferð og skipan málskotsstigsins. Tvær leiðir voru helst ræddar, þ.e. fiekari takmarkanir á málskotsheimildum eða nýtt dómstig í líkingu við landsrétti Dana. Af ýmsum ástæðum varð það ofan á að reyna að takmarka málskots- heimildimar frekar. Réðu þar mestu fjárhagsaðstæður og smæð íslensks þjóð- félags, en einnig hitt að einsýnt þótti að ganga mætti að ósekju lengra á þeirri braut að takmarka málskotsheimildir án þess að réttaröryggi þyrfti að skerðast þess vegna. Með lögum nr. 37/1994 um breyting á lögum um meðferð opin- berra mála nr. 19/1991, og lögum nr. 38/1994 um breyting á lögum um með- ferð einkamála nr. 91/1991, sem gengu í gildi 1. júlí 1994, átti að reyna að stytta tíma málsmeðferðar í heild fyrir Hæstarétti, færa meðferðina til nútíma- legri hátta og gera hana markvissari. Áfrýjunarfjárhæð einkamála var hækkuð og svipaðar breytingar gerðar á áfrýjun opinberra mála. Átti þannig að fækka málskotum til réttarins. Til þess að draga þó ekki úr réttarörygginu voru rýmk- aðar heimildir til þess að fá undanþágu frá áfrýjunarfjárhæðinni. Þessi breyting á áfrýjunarfjárhæðinni hefur þó komið að litlu gagni þar sem fá mál berast dómstólnum sem ekki ná því 300.000 króna marki sem loks var ákveðið af 13
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.