Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Page 19
för með sér mjög aukin afköst, þótt þau hafi ekki verið möguleg án aukins
vinnuálags. Eftir gildistöku þeirra hefur verið mögulegt að koma í veg fyrir
að þeim málum fjölgi sem bíða afgreiðslu réttarins.
Með þeim réttarfarsbreytingum, sem gildi tóku 1. júlí 1992, var einnig reynt
að fækka og fresta málskotum út af meðferð mála fyrir héraðsdómi. Breytingar
þessar áttu aðallega að styrkja aðalmeðferð máls og miða að því að hún gæti
farið fram í samfellu, sbr. 2. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 og 2. mgr. 143.
gr. laga nr. 91/1991. Hugsanlega má gera miklu róttækari breytingar hér á og
miða að því að sem minnst verði gripið inn í málsmeðferð héraðsdóms með
kærum og láta héraðsdómara sem mest um að koma máli áfram. Tilgangurinn
væri sá að hraða málsmeðferðinni. Þá verður að treysta því að aukin ábyrgð
á málsmeðferðinni hvetji héraðsdómara til að vanda hana sem mest, enda ættu
þeir það á hættu að fá mál sent heim frá æðra rétti til nýrrar og betri meðferðar.
Með réttarfarsbreytingunum 1. júlí 1992 átti einnig að stuðla að því að mál-
skot frestaði ekki framkvæmd úrskurða héraðsdóms um aðför, sbr. 2. mgr. 95.
gr. laga nr. 90/1989 um aðför og um framkvæmd nauðungaruppboðs, sbr. 3.
mgr. 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu, nema í úrskurðinum væri á
það fallist. Það er nokkurt athugunarefni hvaða áhrif þetta hefur haft og hvort
ekki þurfi að huga að framkvæmd þessara heimilda í þá veru að færri úr-
skurðum verði skotið til Hæstaréttar. Dómarar Hæstaréttar geta ef til vill stuðl-
að að því með leiðbeiningum og aðftnnslum. Einnig má athuga hvort heppilegt
geti reynst að styrkja þessa leið frekar með löggjöf og láta hana ná til fleiri
úrlausna héraðsdóms. Má þá líta til þeirrar stefnumörkunar Evrópuráðsins sem
nefnd var hér framar í greininni.
Eftir að breytingar á málsmeðferð og á skipan héraðsdómstigsins höfðu
gengið í gildi ásamt þeim breytingum á málskotsheimildum til Hæstaréttar,
sem að framan er gerð grein fyrir, var farið að huga að breytingum á máls-
meðferð og skipan málskotsstigsins. Tvær leiðir voru helst ræddar, þ.e. fiekari
takmarkanir á málskotsheimildum eða nýtt dómstig í líkingu við landsrétti
Dana. Af ýmsum ástæðum varð það ofan á að reyna að takmarka málskots-
heimildimar frekar. Réðu þar mestu fjárhagsaðstæður og smæð íslensks þjóð-
félags, en einnig hitt að einsýnt þótti að ganga mætti að ósekju lengra á þeirri
braut að takmarka málskotsheimildir án þess að réttaröryggi þyrfti að skerðast
þess vegna. Með lögum nr. 37/1994 um breyting á lögum um meðferð opin-
berra mála nr. 19/1991, og lögum nr. 38/1994 um breyting á lögum um með-
ferð einkamála nr. 91/1991, sem gengu í gildi 1. júlí 1994, átti að reyna að
stytta tíma málsmeðferðar í heild fyrir Hæstarétti, færa meðferðina til nútíma-
legri hátta og gera hana markvissari. Áfrýjunarfjárhæð einkamála var hækkuð
og svipaðar breytingar gerðar á áfrýjun opinberra mála. Átti þannig að fækka
málskotum til réttarins. Til þess að draga þó ekki úr réttarörygginu voru rýmk-
aðar heimildir til þess að fá undanþágu frá áfrýjunarfjárhæðinni. Þessi breyting
á áfrýjunarfjárhæðinni hefur þó komið að litlu gagni þar sem fá mál berast
dómstólnum sem ekki ná því 300.000 króna marki sem loks var ákveðið af
13