Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Page 21

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Page 21
Með lögum nr. 39/1994 um breyting á lögum um Hæstarétt íslands nr. 75/1973, sem gengu í gildi 1. júlí 1994, var hæstaréttardómurum fjölgað um einn. Veitt var mjög takmörkuð heimild til þess að einn dómari gæti lagt úrskurð á einföld ágreiningsefni og rýmkaðar voru til bráðabirgða heimildir til skipunar varadómenda. Á haustmánuðum 1994 hafa þessar heimildir verið notaðar og virðist sem það ætli að skila þó nokkrum árangri. Það byggist þó á því að mjög hefur verið fjölgað málum sem dæmd eru af þremur dómurum. Heimildin til að einn dómari leggi úrskurð á mál hefur ekki enn verið notuð. Hún á líka helst við á gagnaöflunarstigi máls fyrir Hæstarétti og hefur enn lítið á þetta reynt. Segja má að hér sé verið að fylgja sömu stefnu og fram kemur í áliti nefndar þeirrar á vegum Evrópuráðsins, sem áður er um getið. Þar er mælt með því að nota eins fáa dómara á málskotsstigi og frekast er óhætt. Miklar breytingar hafa verið gerðar á íslensku réttarkerfi síðustu árin, miklu kostað til og miklu varðar hvernig til tekst. Nýjar dómsmálaskýrslur sýna að héraðsdómstigið er orðið miklu skilvirkara en áður var og er nú svo komið að hraði meðferðar opinberra mála bæði á héraðsdómstigi og fyrir Hæstarétti er vel viðunandi. Hafa orðið miklar framfarir á þessu sviði hjá héraðsdóm- stólunum. Hæstiréttur hefur hins vegar í raun alltaf afgreitt opinber mál eftir því sem þau hafa borist til hans. Þetta á hins vegar ekki við um meðferð einkamála fyrir réttinum og er langt frá því að hraði meðferðar hvers máls fyrir sig sé viðunandi. Málin eru einfaldlega of mörg miðað við ljölda starfs- manna og aðstöðu alla. Af þessum ástæðum verður að grípa til einhverra ráð- stafana. Það verður þó ekki mögulegt fyrr en rétturinn flyst í nýtt og rýmra húsnæði. Þá verður að huga að fjölgun starfsfólks og breytingum á reglum og vinnubrögðum við málsmeðferðina, nema ákveðið verði að stofna nýjan dómstól á málskotsstigi. Sé horft til framtíðar virðist ljóst að sí mikilvægari og flóknari mál verða borin undir dómstóla og að fleiri svið réttarins koma til þeirra kasta. Þeir verða því að hafa tiltrú. Þessu getur orðið erfitt að halda uppi því að öðrum valdastofnunum mun þykja að sér kreppt þegar afl sem lítið hefur farið fyrir í okkar þjóðfélagi getur orðið að standa á sínu hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Ljóst er að leita verður samstarfs allra þeirra sem að meðferð dóms- mála koma, auka færni þeirra og gera sem mestar kröfur til þeirra. Málflutning verður að vanda, dómar verða að byggjast á bestu upplýsingum sem völ er á og samhæfa verður gömul og ný viðhorf. Þeir sem hér eiga hlut að máli verða að vera opnir fyrir nýjungum og hafa möguleika á að fylgjast með því sem er að gerast heima og erlendis á sviði laga og réttar. Heimildaskrá: Hrafn Bragason: Dómaskipan Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs, Tímarit lög- fræðinga 1. hefti 43. árgangur. Evrópuráðið: Draft recommendation no R(9) of the committee of ministers to 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.