Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Síða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Síða 30
með því væri enn verið að auka vald dómsmálaráðherra og farið inn á þá braut að gera dómsvaldið háðara framkvæmdarvaldinu. Dómaraprófið hefði valdið því, að enginn gæti orðið dómari í Hæstarétti nema bæði rétturinn og dómsmálaráðherra væru því samþykkir, og þótti mörgum eðlilegt, að þannig væri búið um þennan æðsta dómstól, að í hann kæmust ekki aðrir en þeir, sem bæði rétturinn og ráðherra væru sammála um, að þangað ættu að fara. Rétt þótti, að dómurinn segði álit sitt á þeim, er þar vildu verða dómendur. í greinargerð með frumvarpi að lögum nr. 111/1935 sagði, að veitingarvaldinu gæti orðið „nokkur styrkur að þeirri umsögn, því að dómendur í hæstarétti væru oft næstir manna til að gefa upplýsingar um dómarahæfileika þeirra, sem um dómaraembætti í hæstarétti sækja“. Við setningu laga nr. 111/1935 urðu einnig miklar umræður um aukið vald dómsmálaráðherra um skipun varadómara. Fram til þessa höfðu dómarar réttarins ráðið því, hverjir komu inn í forföllum dómara. Tíminn hefur leitt í ljós, að ástæðulaust var að óttast aukin áhrif ráðherra hvað þetta snerti, því að ráðherra hefur jafnan farið eftir tillögum réttarins um.val á varadómurum. V. Vinnureglur þær, sem dómarar Hæstaréttar fara eftir, má rekja beint til þeirra reglna, sem tíðkast hafa öldum saman í Hæstarétti Danmerkur. Má rekja sumar reglurnar allt til ársins 1661, er Hæstiréttur Danmerkur var settur á stofn. Aðr- ar reglur eru þó hjá Dönum um atkvæðagreiðslu, þar sem reglan var sú frá árinu 1677, að yngsti dómarinn að embættisaldri greiddi fyrstur atkvæði og gerði ítarlega grein fyrir málinu, og síðan sá næstyngsti og svo hinir eftir röð. Þessu hefur verið breytt hjá Dönum og er nú á þann veg, að þrír yngstu dóm- ararnir í hvorri deild skipta þessu á milli sín. í fyrstu lögunum um Hæstarétt nr. 22/1919 voru reglur um atkvæðagreiðslu í samræmi við það, sem gilti í Danmörku, það er að sá dómari skyldi greiða fyrstur atkvæði, sem síðast var skipaður í dóminn, og svo eftir röð. Samkvæmt lögum nr. 111/1935 skyldu dómendur „áður en dómur eða úrskurður er upp- kveðinn í máli, sem flutt hefir verið munnlega“ ræða með sér fyrir luktum dyrum ástæður og niðurstöðu dóms eða úrskurðar, nema um útivistardóm væri að ræða, og síðan skyldi atkvæðagreiðsla fara fram. „Atkvæði greiðir sá fyrst- ur, sem til er kjörinn hverju sinni, enda færi hann atkvæði sitt í letur, er verður frumvarp að dómi eða úrskurði. Nú greinast dómendur í meiri og minni hluta, og ákveður meiri hlutinn þá þann dómara, er frumvarp að dómi semur, en minni hlutinn semur þá sératkvæði. Síðan gengur dómurinn í heild eða þeir, er sammála verða, ef ágreiningur verður, frá dómi eða úrskurði“. I greinargerð með frumvarpi að lögunum var tekið fram, að rétt væri, að dómarar skiptu með sér samningu dómsfrumvai'pa. „Er það bæði sanngjarnt og svo má þá hverju sinni fela hvert einstakt mál að þessu leyti þeim dómaranum, sem kann að hafa bezta þekkingu á sakarefni. Það virðist engin ástæða til að gera að þessu leyti upp á milli forseta og hinna dómaranna“. 24
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.