Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Side 31

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Side 31
í lögum nr. 57/1962 var ákvæðið um atkvæðagreiðslu dómenda óbreytt en tekið fram, að atkvæði semji sá dómenda, sem forseti kveðji til þess hverju sinni. Samskonar ákvæði er í gildandi lögum. Sú venja hefur myndast, að forseti felur dómurum að semja atkvæði eftir ákveðinni röð. Um atkvæðagreiðsluna hefur gilt frá upphafi það, sem tekið var fram í dönskum reglum frá 1771 og kenndar eru við Struensee, að meðan einn dóm- ari er að gera grein fyrir atkvæði sínu skulu hinir ekki taka til máls fyrr en hann hefur lokið máli sínu og enginn grípa fram í fyrir þeim, sem hefur orðið, heldur bíða síns tíma. Þeim ber að gæta að segja ekkert óviðeigandi við þá, sem eru annarrar skoðunar. Það er og venja, að dómari láti ekki uppi álit sitt á því, hvemig dómur skuli falla í máli fyrr en við atkvæðagreiðsluna eftir málflutning, því að áhersla er lögð á það, að hlustað sé á málflutning með opnum huga og mál sé metið og dæmt, án þess að dómari hafí fyrirfram ákveðnar skoðanir á því. Þegar atkvæðið hefur verið samþykkt, þá er farið yfir það í smáatriðum, hverja setningu, hvert orð, bæði lögfræðilega og mál- fræðilega, og tekur það oft langan tíma. VI. Með lögum nr. 42/1973 var dómurum í Hæstarétti fjölgað um einn og voru þá sex talsins. Með þeim lögum var einnig kveðið á um deildaskiptingu. Aðal- reglan var sú, að fimm dómarar skyldu skipa dóm, en heimilt var að hafa dóm skipaðan þremur dómurum. Það var dómurinn sjálfur, sem ákvað, hve margir dómarar og þá hverjir skipuðu dóm í máli. Með lögum nr. 24/1979 var dómurum aftur fjölgað um einn og voru þá orðnir sjö. Var þetta gert til þess að hraða afgreiðslu dómsmála, eins og sagði í athugasemdum með frumvarpi að lögunum: „Skjótar úrlausnir af hendi dóm- stóla eru hið mesta keppikefli í hverju réttarríki, enda sé réttaröryggis í hví- vetna gætt við úrlausnir mála“. Aðalreglan var eftir sem áður sú, að fímm dómarar skipuðu dóm. I sérlega mikilvægum málum gat dómurinn ákveðið, að sjö dómarar sætu í dómi. Svipaðar reglur voru og áður um þriggja manna dóma og ákvæði um, að í kærumálum sætu þrír dómarar. Það var dómurinn sjálfur, sem ákvað hve margir dómarar skipuðu dóm og þá hverjir. Nokkrar umræður urðu á Alþingi um fjölgun dómaranna. Töldu sumir þing- manna, að með frumvarpinu væri verið að skipta Hæstarétti í mismunandi dómstóla. Gæti slík skipan skapað hættu á því, að ólíkir túlkunarskólar kæmu upp í réttinum um gildi laga og réttmæti úrskurða hverju sinni. Dómurum var enn fjölgað um einn með lögum nr. 67/1982 og voru þá orðn- ir átta. Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða var heimilað að setja tvo til þrjá varadómara allt að sex mánuðum á ári hvort ár árin 1982 og 1983, þannig að Hæstiréttur gæti starfað í tveimur fimm dómara deildum þann tíma. Dómurinn ákvað sjálfur, hve margir dómarar skipuðu dóm, en nýju ákvæði var bætt við: „Dómarar skulu taka sæti í dómum eftir röð sem ákveðin er með almennri reglu“. Miklar umræður höfðu orðið um það á Alþingi eftir 25
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.