Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Síða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Síða 32
hvaða reglum réttinum skyldi skipt í deildir, og var gagnrýnt að það skyldi vera komið undir ákvörðun dómaranna sjálfra, hverjir sætu í viðkomandi deild hverju sinni. Sú almenna regla mótaðist, að Hæstiréttur starfaði í tveimur deildum, þar sem sátu annars vegar fimm dómarar og hins vegar þrír. Einn dómari fluttist í senn úr hvorri deild í hina á tveggja mánaða fresti, og voru deildirnar því ekki skipaðar alveg sömu mönnum nema um skamman tíma. Málflutningur í fimm manna dómi var þrisvar í viku, á mánudögum, miðvjkudögum og föstudögum, en í þriggja manna dómi voru flutt mál tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, oft tvö til þrjú mál hvom daginn. Þriggja manna deildin annaðist einnig afgreiðslu kærumála. Það vai' síðan með lögum nr. 39/1994, að dómurum var ijölgað um einn og em nú níu talsins. Fram til þessa höfðu innri verklagsreglur Hæstaréttar ekki verið lögbundnai' heldur réðust þær af ákvörðunum dómaranna. Nú var gerð breyting á því. Allsheijamefnd Alþingis kom með breytingartillögur „til að tryggja betur festu í störfum Hæstaréttar ef til fjölgunar kemur á dómurum“. Hún taldi nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að draga úr hættu á misræmi á milli úrlausna Hæstaréttar, sem fjölgun dómara getur haft í för með sér. Sam- kvæmt gildandi lögum setti rétturinn sér sjálfur reglur um verkaskiptingu á milli dómara. Allsheijamefnd lagði til, að ákveðnar reglur yrðu lögfestar um það, hvemig dómumm við Hæstarétt yrði skipað í deildir, og var það samþykkt. Reglan er því nú sú, að þegar fimm eða sjö dómarar skipa dóm í máli, skulu eiga þar sæti þeir, sem em elstir að starfsaldri við Hæstarétt, en varadómari verður ekki kvaddur til sem í dómi nema tölu dómara verði ekki náð í máh vegna forfalla eða vanhæfis reglulegra dómara. Dómarar réttarins vom mótfallnir þessari reglu um lögbundna deildaskiptingu, töldu hana mismuna dómumnum og skipta þeim í tvo ólíka hópa, auk þess sem þetta gerir alla vinnu við skipulag mun erfiðari. Síðustu mánuði hafa tvær þriggja manna deildir verið starfandi, og hafa þá komið til liðs við þær dómari úr fimm manna deild og varadómari. VII. Embætti hæstaréttarritara var stofnað með lögum nr. 22/1919. Samkvæmt þeim skyldi hann hafa lokið lagaprófi og fullnægja að öðra leyti almennum skilyrðum til þess að vera dómari. Með lögum nr. 37/1924 var embættið fellt niður, þ.e. konungur skipaði hann ekki lengur, heldur réð rétturinn sjálfur til sín ritara. Hæstaréttarritari stjómar skrifstofunni undir umsjón forseta Hæsta- réttar, og heyrir starfsmannahald, stjórn dómvörslu, ritvinnsla og útgáfa dóma undir ritarann. Störf ritara hafa aukist mjög að umfangi á síðari árum. Með lögum nr. 67/1982 var lögfest heimild fyrir Hæstarétt til þess að ráða sérfróða menn dóminum til aðstoðar. Var fyrsti aðstoðarmaðurinn ráðinn í árs- byrjun 1983. Frá árinu 1991 hafa verið tveir löglærðir aðstoðarmenn við störf, og sinna þeir hvor sinni deild. Þeir hafa verið ráðnir til starfa til tveggja ára í senn. Störf þeirra eru mjög fjölþætt. Þeir eru staðgenglar hæstaréttarritara, m.a. í þinghöldum, gefa út áfrýjunarstefnur og svara fyrirspumum frá lög- 26
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.