Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Síða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Síða 39
sjálfur, hversu margir dómarar sitji í dómi í hverju máli með þeirri takmörkun þó, sem gildir um opinber mál. Hins vegar er kveðið svo á í lögunum, að í málum, þar sem fimm eða sjö dómarar skipa dóm, skuli eiga þar sæti þeir, sem elstir eru að starfsaldri við Hæstarétt. Varadómari verður þá ekki kvaddur til setu í dómi, nema tölu dómara verði ekki náð í málinu vegna forfalla eða vanhæfis reglulegra dómara, en þetta var áður óbundið af öðru en forföllum einhvers dómara í tilteknu máli. Loks er heimilað í hinum nýju lögum, að kveðja megi til varadómara, ef sérstaklega stendur á vegna anna, þótt sæti einskis hæstaréttardómara sé autt. Þessi heimild takmarkast af þeim áskilnaði, sem í lögunum er um skipan fímm eða sjö manna dóms. II. Frá stofnun Hæstaréttar hafa 36 menn verið skipaðir dómarar við réttinn, þar af ein kona. Meðalaldur dómara við skipun er um 51 ár. Yngstur hefur Gizur Bergsteinsson verið skipaður hæstaréttardómari, 33 ára og fimm mánaða gamall. Næstyngstur var Ámi Tryggvason, 33 ára og níu mánaða gamall. Elstur til að hljóta skipun við Hæstarétt hefur Kristján Jónsson dómstjóri verið, 67 ára, og Halldór Daníelsson var 64 ára við skipun. Þess er þó að gæta, að báðir höfðu starfað í áfrýjunardómstóli um langt skeið, er þeir vom skipaðir fyrstu dómarar Hæstaréttar, Kristján Jónsson í 32 ár og Halldór Daníelsson í 11 ár. Að þeim frátöldum hefur Gunnai' M. Guðmundsson verið elstur við skipun, 63 ára gamall. Starfsaldur hæstaréttardómara í réttinum hefur verið afar misjafn. Lengst hefur Gizur Bergsteinsson setið í embætti, í 36 ár og fimm mánuði. Næstlengst hefur dr. Þórður Eyjólfsson gegnt dómaraembætti við Hæstarétt, í 30 ár og þrjá mánuði. Skemmstan starfstíma skipaðra dómara við réttinn á dr. Gunnar Thoroddsen, átta og hálfan mánuð. Meðalstarfsaldur hæstaréttardómara, ann- arra en núverandi dómara, er rúm 12 ár. Af 36 dómumm Hæstaréttar hafa 17 verið starfandi dómarar við skipun í réttinn, þar af þrír dómarar Landsyfirréttar (Kristján Jónsson, Halldór Daníels- son og Eggert Briem), sjö borgardómarar (Árni Tryggvason, Einar Arnalds, Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson, Bjarni K. Bjarnason, Hrafn Braga- son og Garðar Gíslason), fjórir sakadómarar (Jónatan Hallvarðsson, Logi Ein- arsson, Halldór Þorbjömsson og Haraldur Henrysson) og þrír bæjarfógetar eða sýslumenn, en þeir voru jafnframt lögreglustjórar (Páll Einarsson, Sigurgeir Jónsson og Pétur Kr. Hafstein). Sjö dómaranna vom prófessorar við skipun (Lárus H. Bjamason, dr. Einar Arnórsson, dr. Þórður Eyjólfsson, Magnús Þ. Torfason, dr. Ármann Snævarr, Þór Vilhjálmsson og Markús Sigurbjörnsson) og einn dósent (Guðrún Erlendsdóttir), sem hafði áður starfað sem hæsta- réttarlögmaður um árabil. Níu dómarar aðrir hafa komið úr stétt hæstaréttar- lögmanna (Jón Ásbjörnsson, Láms Jóhannesson, Benedikt Sigurjónsson, Bjöm Sveinbjömsson, Guðmundur Skaftason, Benedikt Blöndal, Hjörtur Torfason og Gunnar M. Guðmundsson) og var einn þeima ríkislögmaður (Gunnlaugur Claessen), einn dómari var skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu (Gizur 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.