Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Síða 47
Þessi orð segja sitt, en segja ekki alla söguna. Hin umfangsmikla réttarfars-
breyting, sem tók gildi 1. júlí 1992, fólst ekki síst í því, að langflest mál, sem
verið höfðu dómsmál, breyttu um eðli, ef svo má segja, og urðu viðfangsefni
handhafa framkvæmdarvaldsins, aðallega sýslumanna, sem jafnframt hættu
dómstörfum. Þetta fékk staðist, af því að hér var um að ræða verkefni sem
ekki fólust í „að skera úr tilteknu réttarágreiningsefni“. Til dæmis er starfs-
maður ríkisins, sem reynir að koma því til leiðar, að borgari greiði skatta sína
og leggur veðband á eignir hans svo að fram geti farið nauðungarsala, sjaldn-
ast að skera úr réttarágreiningi. Ástæðan til þess, að ekki hefur verið greitt,
er langoftast annaðhvort féleysi eða viljaleysi en ekki ágreiningur um gjald-
skyldu eða fjárhæð. Úr slíkum ágreiningi verður að skera í dómsmáli, ef upp
kemur. í því sem hér að framan var tekið upp um dómstóla, kemur fyrir orðið
„sjálfstætt“. Það vísar í það sem segir í upphafi 61. gr. stjómarskrárinnar:
„Dómendur skulu í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum“. I því
felst að þeir eiga ekki að taka við fyrirmælum frá stjómvöldum, en það orð
er í þessari grein notað um alla framkvæmdarvaldshafa. En það hefði gert
skilgreininguna eða lýsinguna ítarlegri, ef fram hefði komið, að sjálfstæðið
getur þýtt, að stjórnleg tengsl við aðrar ríkisstofnanir eigi ekki að vera til
staðar. Ein hlið þess skipti miklu við réttarfarsbreytinguna 1992, sú að sami
maður skyldi ekki vera bæði dómari og lögreglustjóri.
Oft hefur á það reynt, hvar „embættistakmörkin“ eða valdmörkin eru milli
dómstóla og stjómvalda, ekki síst við ákvörðun skatta og tolla, en einnig t.d.
við ákvörðun um forræði barna. Um þetta verður fjallað hér á eftir. Sérstæð
sakarefni hafa komið upp, þar sem í tíð eldri reglna þótti skipta sköpum um
úrslit, hvort embættismaður hefði tekið ákvarðanir sem dómari eða í stjórn-
sýslu.3 Tengsl dómstóla og Alþingis eru einnig flókin.
Vafi getur komið upp um það, hvort tiltekin stofnun (oftast ráð eða nefnd)
sé dómstóll. í lögum nr. 62/1994 um Mannréttindasáttmála Evrópu er að finna
ákvæði í 6. gr. sáttmálans, sem tryggir aðgang að „dómstóli“ sbr. og 2. gr. 7.
samningsviðauka. Þetta hefur orðið tilefni málaferla í Strasbourg, enda er það
sums staðar svo erlendis, að endanlegar ákvarðanir um borgaraleg réttindi em
teknar af ýmiss konar nefndum, sem hafa sum en ekki öll einkenni almennra
dómstóla. Þegar þetta er skrifað er til úrlausnar hjá EFTA-dómstólnum í Genf,
hvort áfrýjunamefnd í fínnsku tollstjóminni sé dómstóll í skilningi sáttmálans
um Evrópska efnahagssvæðið. Það verður ekki rætt hér, þó að það gefi tilefni
til að rýna með nákvæmni í dómstólshugtakið. Ýmsar mikilvægar nefndir og
ráð hér á landi, sem kveða á um réttindi og skyldur borgaranna, hafa á síðustu
árum fengið á sig meira dómstólasnið en áður var, þó að þær teljist til hand-
hafa framkvæmdarvalds og ákvarðanir þeirra verði bomar undir hina almennu
dómstóla. Svo er t.d. um barnaverndarráð og yfirskattanefnd. Myndu senni-
3 T.d. hrd. 1975 221.
41