Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Blaðsíða 49
efla menningarsamfélagið í landinu. Margir aðrir leggja þar hönd á plóginn. Efasemdir um gildi refsinga og skyldra viðurlaga, sem dómstólar ákveða, eru vissulega oft á dagskrá í umræðu manna. Það ber að með ýmsum hætti, og ekki ætíð þannig að menn efist um grundvöll refsivörslunnar, gildi refsinga almennt eða siðferðilegar heimildir til að beita t.d. gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn brota. Menn telja oft, að meðferð dómstóla á því valdi, sem þeir hafa, sé gagnrýni verð. Nýlega hafa til dæmis heyrst raddir um að refsingar í kynferðisbrotamálum og fíkniefnamálum séu of vægar. Vitleg umræða um það efni hlýtur að fara út fyrir lögfræðina, þó að segja megi, að næsta óvíst sé hvar fínna eigi „jörð til að standa á“ í þessu sambandi. 2. HÆSTIRÉTTUR OG AÐRIR DÓMSTÓLAR „Hæstiréttur Islands er æðsti dómstóll lýðveldisins“ segir í 1. gr. laga um dómstólinn nr. 75/1973. Málum frá hinum almennu héraðsdómstólum er heimilt að skjóta til Hæstaréttar. Málskot er fyrst og fremst með tvennum hætti, kæru eða áfrýjun. Kæruleiðin er einföld og flutningur málsins fyrir Hæstarétti er oftast einungis fólginn í að senda réttinum skriflegar greinargerðir, þó að heimilt sé að hafa munnlegan flutning. Takmarkanir eru á því, hvaða ákvarðanir héraðsdómara verði kærðar til Hæstaréttar. Oftast er í kærumálum deilt um málsmeðferð og getur Hæsti- réttur breytt hinni kærðu ákvörðun. Reglur um kærur eru í lögunum um með- ferð einkamála nr. 91/1991, meðferð opinberra mála nr. 19/1991, skipti á dánar- búum o. fl. nr. 20/1991, um gjaldþrotaskipti o. fl. nr. 21/1991, aðför nr. 90/1989, kyrrsetningu og lögbann o. fl. nr. 31/1990 og nauðungarsölu nr. 90/1991. Slík ákvæði er einnig að fínna í 67. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, þar sem segir að dómum og úrskurðum Félagsdóms megi áfrýja til Hæstaréttar, ef um er að ræða frávísunardóm, dóm um lögsögu Félagsdóms og úrskurð um vitnaskyldu, eiðvinningu og sektir. í lögum um málflytjendur nr. 61/1942 segir í 8. gr„ að stjóm Lögmannafélags íslands hafi úrskurðarvald um endurgjald fyrir málflutningsstarf og að kæra megi úrskurði hennar til Hæstaréttar. Áfrýjun mála varðar yfirleitt lokaákvörðun dómstóla um efni þeirra og er viðameiri en kæra. Áfrýjunarmál em oftast flutt munnlega í Hæstarétti, þó að skrifleg meðferð sé heimil. Þessi mál geta varðað hin margvíslegustu efni, en í stuttu máli má segja, að þau séu flest annaðhvort um fjárkröfur á sviði einka- málaréttar eða skattaréttar eða fjalli um refsikröfur. Kröfur um sifjamálefni koma fyrir Hæstarétt og hér á eftir verður fjallað um ágreining fyrir Hæstarétti um stjórnskipulegt gildi settra laga. Eru þetta dæmi um mál af öðru tagi en þau, sem falla undir meginflokkana tvo og mætti lengi rekja slíkar málsóknir. I 3. mgr. 151. gr. einkamálalaga (lög 91/1991 með breytingu í lögum nr. 38/1994) segir: Áfrýja má dómi í því skyni að honum verði breytt að efni til eða hann staðfestur, hann verði ómerktur og máli vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar eða máli verði vísað frá héraðsdómi. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.