Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Page 52

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Page 52
Hitt er svo atriði, sem rætt verður hér á eftir, hvernig þetta fær samrýmst því, sem segir í stjómarskránni, að það sé Alþingi og forsetinn, sem fari með lög- gjafarvaldið. Til að samræma viðbrögðin þegar vandi af þessu tagi kemur upp, er hafður einn Hæstiréttur fyrir landið allt. Það er gömul hefð, að Hæstiréttur líti eftir starfsháttum dómstóla á fyrsta dómstigi svo og rannsókn opinberra mála almennt. Lagareglur um þetta eru nú 160. -162. gr. laganna um meðferð opinberra mála og lokaákvæði 143. gr. laganna um meðferð einkamála. Hæstiréttur hefur ekki talið sett ákvæði um þetta efni tæmandi. Önnur viðhorf til áminningar em í 8. gr. laganna um aðskilnað dóms- valds og umboðsvalds í héraði nr. 92/1989, þar sem dómforsetum er falið agavald.5 Það sem hér fer á eftir um stjómsýsluna og um löggjafann varðar samband þessara handhafa ríkisvalds við dómstólana fremur en Hæstarétt sérstaklega. Annar háttur verður vart á hafður, en hafa ber í huga það, er nú hefur verið rakið um Hæstarétt og aðra dómstóla. 3. DÓMSTÓLARNIR OG STJÓRNSÝSLAN Dómstólar fjalla um mál, sem fyrir þá eru lögð, en eiga ekki sjálfir frum- kvæði að því, að til dómsmála sé stofnað. Þeir eru einnig í ríkum mæli bundnir af kröfugerð og málavaxtalýsingu aðila máls og að nokkru af lagarökum þeirra. I ríkiskerfinu er því ekki samkeppni milli dómstólanna og stjómvalda um frumkvæði, ekki heldur að því er varðar mál, sem lýkur með ákvörðun um rétt tiltekins manns eða lögaðila í ákveðnu falli. Ef ákvarðanir þessar eru teknar af stjórnvöldum, kallast þær stjórnvaldsákvarðanir, áður var talað um „stjórnarathafnir“ í sömu merkingu.6 Það er hins vegar raunhæft og áleitið skoðunarefni, hvenær megi hrófla við gerðum stjórnvalda með dómi. Mesta þýðingu hefur, hvernig þetta horfir við um stjórnvaldsákvarðanir og þá hvernig skýra eigi þau orð í 60. gr. stjórnar- skrárinnar, sem fyrr eru tekin upp: „Dómendur skera úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda“. Sjálfgefið er það, sem segir í 61. gr„ að dóm- endur fari eftir lögunum. Það eiga stjórnvöld einnig að gera. I vestrænum ríkj- um er stjórnsýslan lögbundin, þau eru réttarríki, sem kallað er.7 I næstum 150 ár hefur verið ljóst á okkar landi, að dómstólar geta fjallað um stjórnvalds- ákvarðanir, fellt þær úr gildi að hluta eða að öllu leyti og einstaka sinnum mælt fyrir um, hvað í stað þeirra skuli koma. 5 Sjá Pétur Hafstein: Nokkur orð um aðfinnslur og ávítur Hæstaréttar (Tímarit lögfræðinga 1992, 3. hefti). Bogi Nilsson: Um sönnunargögn og sönnunarfærslu í sakamálum (Ulfljótur 1991, 4. hefti). Sami: Vottar við lögregluyftrheyrslur (TL 1992, 1. hefti). Sami: Enn um aðfínnslur og vítur (TL 1992, 4. hefti). 6 Um hugtök í stjómsýslurétti (stjórnarfarsrétti) ræðir í grein Bjöms Þ. Guðmundssonar: Stjómsýsluorð í belg (Úlfljótur 1988, 2. hefti). 7 Garðar Gíslason: Um rétt réttlæti og réttarríki í bókinni: Eru lög nauðsynleg? 1991. 46
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.