Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Side 53

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Side 53
Meginsjónarmiðið um vald dómstóla til að fjalla um „embættistakmörk yfir- valda“ hefur lengstum verið það, að þeir geti dæmt um lagaatriði stjórnvalds- ákvörðunar, en ekki matsatriði hennar. Þá hefur verið talið að uppfylla þurfi réttarfarsskilyrði, t.d. um aðild. í þessu felst meginregla, sem höfundur þess- arar greinar telur benda til réttrar áttar. Hitt er annað að oft er erfitt að leysa úr málum eftir henni, til þess er hún of almenn og óljós. Einnig hefur verið talið, að með lögum megi fela stjómvöldum endanlegt úrskurðarvald, sem dómstólar geti ekki hnekkt. Reynt hefur verið að setja því ramma, hvenær dómstólar geta beitt ógildingarvaldi sínu. í Stjórnarfarsrétti eftir Ólaf Jóhannesson, sem út kom 1955, er einn af köfl- unum um stjómvaldsákvarðanir. Þar er talið, að ógildingarástæður, sem dóm- stólar byggi á, séu þessar: Valdþurrð, vanhæfi stjómvalds, ólögmæt aðferð við undirbúning og gerð stjórnvaldsákvörðunar, viljaágallar og valdníðsla, form- gallar og efnisannmarkar. Þessi upptalning byggði ekki á almennum settum lagareglum um ógildar stjórnvaldsákvarðanir, heldur á fræðikenningum sem Ólafur taldi standast í íslenskum rétti, bæði eftir einstökum ákvæðum í settum lögum og eftir dómum. Ólafur studdist við kenningar danska prófessorsins Poul Andersen, en hann hafði fengið hugmyndir sínar úr frönskum stjórnar- farsrétti. Vandinn við þessar kenningar er í eðli sínu hinn sami og við meg- inregluna um, að „frjálst" mat stjómvalda sé endanlegt og ekki til endurskoð- unar hjá dómstólum. Hún leysir ekki í nægum mæli úr raunhæfum spurn- ingum, sem upp koma í dómsmálum. Sumt sem hún víkur að hefur þó verið skýrt í lögum, fyrst og fremst í stjórnsýslulögunum nr. 37/1993, en þar eru meðal annars settar reglur um undirbúning stjómvaldsákvarðana. Árið 1969 kom út rit eftir danska prófessorinn Ole Krarup: „Óvrigheds- myndighedens grænser“. Segja má, að kjarni kenninganna hafi hjá þessum höfundi verið sá, að aðgreiningin milli lagaatriða og matsatriða sé hvorki fræðilega verjanleg né í samræmi við danska dóma. Eftir þetta hefur í Dan- mörku verið reynt að byggja fræðilega upp reglukerfi, sem ekki styðst aðallega við skýringar á stjómarskránni eða reglur um ógildar stjómvaldsákvarðanir, heldur er grundvallað á dómum, sem gengið hafa á þessu sviði. Telja má, að greinar þær, sem birst hafa nýlega um íslenskan rétt eftir Eirík Tómasson og Davíð Þór Björgvinsson um þessi efni byggi á slíkum hugmyndum um það, hvemig skýra megi vald dómstóla til að meta stjómvaldsákvarðanir, og hið sama er um nýjustu kenningar danskra lögfræðinga.8 Skipta þær máli sem 8 Eiríkur Tómasson: Takmarkanir á úrskurðarvaldi dómenda skv. 60. gr. stjskr. (Úlfljótur 1984, 4. tbl.). Davíð Þór Björgvinsson: Lagaákvæði á sviði sifjaréttar sem fela stjómvöldum úrskurðarvald (Afmælisrit, Gizur Bergsteinsson, 1992, bls. 179-206). Eiríkur Tómasson: „Embættistakmörk yfirvalda“ - úrlausnir íslenskra dómstóla um valdmörk stjómvalda (Af- mælisrit, Gaukur Jömndsson, 1994, bls. 163-196). Bent Christensen: Forvaltningsret, Pr0- velse (2. útg. Khöfn, 1994). Hans Gammeltoft Hansen, Jon Andersen, Kaj Larsen og Kar- sten Loiborg: Forvaltningsret (Khöfn, 1994). 47
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.