Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Síða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Síða 55
skylt að kæra til æðra stjómvalds áður en leitað er til dómstóla.12 Ef til vill byggjast dómar um þessi efni á því, að stjórnvöld hafa stundum aðstöðu til athugana, sem erfiðara er að koma við hjá eða fyrir dómstóli. Loks er að minna á, að stjórnvöld (forseti með atbeina ráðherra) skipar hæstaréttardómara og fésýsla Hæstaréttar er ekki sjálfstæð heldur tengd ráðu- neytum, ríkisbókhaldi og ríkisféhirði. Er ekki að efa, að sjálfstæði réttarins væri betur tryggt með því að hafa á þessu aðra hætti.13 4. DÓMSTÓLARNIR OG LÖGGJAFINN Á því er enginn vafi, að verulegur hluti þeirra réttarreglna, sem gildir hér á landi, stafar frá dómstólunum.14 Þeir setja ekki almennar reglur með sama hætti og Alþingi setur lög og t.d. ráðherrar reglugerðir. Reglurnar frá dóm- stólunum eru ekki heldur birtar í Stjórnartíðindum eða Lögbirtingablaði og þær eru raunar hvergi skráðar í sama formi og lög og reglugerðir. Þær eru oftast nefndar fordæmisreglur. Þessar reglur koma stundum fram berum orðum í dómum, en oft þarf þó að grafa dýpra og skýra dómana til að finna, hvaða ástæður eru til niðurstöðunnar. Á því er byggt í lögfræði, að þessar ástæður séu í samræmi við óskráðar reglur, sem þarf að finna, og er þar komin for- dæmisreglan. Þess er fyrr getið, að í lögum er dómstólum oft ætlað rúmt mat á lögfylgjum og sönnun. Þetta mat er byggt á fordæmisreglum en ekki á handahófi. Reglumyndun hjá dómstólum er þó víðtækari eins og nú hefur verið lýst og tekur til sviða þar sem ekki gilda skráðar réttarreglur. Það er oft 12 T.d. hrd. 1976 232 um ákvörðun um fasteignamat. Dæmi eru þess, að í lögum segi, að kæra skuli til æðra stjómvalds áður en til dómstóla er leitað, t.d. 29. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt sbr. lög 119/1989. 13 Ýmis atriði er varða sjálfstæði dómstóla hafa verið rædd á undanfömum ámm og um sumt hafa réttarbætur náð fram að ganga, t.d. að því er varðar undirbúning skipunar í dómaraembætti. Nýleg grein er: Pétur Kr. Hafstein: Er sjálfstæði dómstólanna nægilega tryggt? (Tímarit lögfræðinga 1993, 2. hefti). 14 Sjá: Ármann Snævarr: Almenn lögfræði, Rvk., 1989, bls. 213 o. áfr. Sigurður Líndal: Inngangur að lögfræði. Réttarheimildir, Fordæmi, Rvk 1994. Sami höfundur: Stjómskipu- legt vald dómstólanna (Tímarit lögfræðinga 1993, 2. hefti). Þór Vilhjálmsson: Fordæmi (TL 1992, 3. hefti). Jón Steinar Gunnlaugsson: Fordæmisgildi hæstaréttardóma (sama hefti). Bernhard Gomard: Et retspolitisk program for dommerskabt ret (Ugeskrift for Retsvæsen 1986, hefti um hæstarétt 1661-1986). Um leið og greinarhöfundur bendir á þessar heimildir, minnir hann á, að þessi grein er ágrip, þar sem mörgu er látið ósvarað. T.d. er ekki gerð tilraun til að finna uppmna fordæmisreglna eða ræða hvar mörkin eru milli þeirra og lögskýringa. Líklegt er að vikið sé að þessu í grein prófessors Sigurðar Líndal hér í heftinu. Sjá einnig: Dóra Guðmundsdóttir: Um lögtöku Mannréttindasáttmála Evrópu og beitingu í íslenskum rétti (TL 1994, 3. hefti, einkum bls. 160-166). 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.