Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Qupperneq 58

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Qupperneq 58
Árnessýslu. í dómi Hæstaréttar segir m.a.: ...Sögulegar og landfræðilegar aðstæður hafa leitt til þess, að sömu menn hafa hér á landi gegnt störfum bæði á sviði stjórnsýslu og dómsýslu... I málinu er á þetta að líta: I stjórnarskrá lýðveldisins er byggt á þeirri meginreglu, að ríkisvaldið sé þríþætt og að sérstakir dómarar fari með dómsvaldið. Þær sérstöku sögulegu og landfræðilegu aðstæður, sem bjuggu því að baki, að sömu menn fara utan Reykjavíkur oftsinnis bæði með stjómsýslu og dómstörf, hafa nú minni þýðingu en fyrr, meðal annars vegna greiðari samgangna en áður var. Alþingi hefur sett lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, sem taka eiga gildi 1. júlí 1992. Island hefur að þjóðarétti skuldbundið sig til að virða mannréttindasáttmála Evrópu. Mannréttindanefnd Evrópu hefur einróma ályktað, að málsmeðferðin í máli Jóns Kristinssonar, sem fyrr er lýst, hafi ekki verið í samræmi við 6. gr. 1. mgr. mann- réttindasáttmálans. Ríkisstjórn Islands hefur, eftir að fyrrgreindu máli var skotið til Mannréttinda- dómstóls Evrópu, gert sátt við Jón Kristinsson, svo og annan mann sem kært hefur svipað málefni með þeim hætti sem lýst hefur verið. I 36. gr. 7. tl. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði segir meðal annars, að dómari skuli víkja úr dómarasæti, ef hætta er á því, „að hann fái ekki litið óhlutdrægt á málavöxtu“. Þessu ákvæði ber einnig að beita um opinber mál samkvæmt 15. gr. 2. mgr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála. I máli þessu er ekkert fram komið, sem bendir til þess, að dómarafulltrúinn, sem kvað upp héraðsdóminn, hafi litið hlutdrægt á málavöxtu. Hins vegar verður að fallast á það með Mannréttíndanefnd Evrópu, að almennt verði ekki talin næg trygging fyrir óhlutdrægni í dómstörfum, þegar sami maður vinnur bæði að þeim og lögreglustjóm. Með tilliti til þess, sem rakið hefur verið, ber nú að skýra fyrrgreind lagaákvæði þannig, að sýslumanninum í Ámessýslu og fulltrúa hans, sem kvað upp héraðsdóminn, hafi borið að víkja sæti í máli þessu. Ber því að fella hinn áfrýjaða dóm úr gildi. Ljóst var orðið af ýmsu, sem talið er í dómnum, að rök voru til að breyta fyrri reglu. Valdskiptingarreglan í 2. gr. stjómarskrárinnar, aðstæður í landinu og stað- festing mannréttindasáttmálans lögðust á sveifma, en dugðu ekki til. Þegar fleiri atriði bættust við, varð að taka af skarið. Hvort þessi nýju atriði hefðu ein sér, öll saman eða hvert fyrir sig, dugað til að Hæstiréttur breytti um stefnu verður ekki vitað. I dómnum er talað um skýringu á tilteknu lagaákvæði og fær vart staðist að telja að í honum hafi verið litið á mannréttindasáttmálann sem réttar- heimild.17 17 Sjá um þetta: Ragnar Aðalsteinsson: Alþjóðlegir mannréttindasáttmálar og íslenskur landsréttur (Tímarit lögfræðinga 1990, 1. hefti). Dóra Guðmundsdóttir: grein nefnd í 14. neðanmálsgr., einkum bls. 160-161 og 164-165. Sigurður Líndal: Inngangur að lögfræði, bls. 17. Davíð Þór Björgvinsson: Lögskýringar. Rvík 1994, bls. 75-78. Alþingistíðindi A 1991-2 5896 og 5922 (Frv.... um Evrópska efnahagssvæðið). 52
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.