Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Síða 67

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Síða 67
3. LÓÐIN LINDARGATA 2 VALIN Lóðin Lindargata 2 (staður 18) kom seint til umræðu og er hugmyndin um hana komin frá hæstaréttardómurum sjálfum. Lóðin þótti hafa ótvíræða kosti og samræmast vel þeim sjónarmiðum að nýbygging Hæstaréttar Islands sé best stað- sett í miðbæ Reykjavíkur, þó svo að staðsetningin væri á margan hátt viðkvæm. í sérstakri greinargerð Ingimundar Sveinssonar um lóðina segir m.a.: „Við fyrstu sýn kann að virðast erfitt að koma fyrir byggingu undir Hæstarétt á þessum stað. Eftir að hafa skoðað málið frá ýmsum hliðum er álit mitt að bygging á þessum stað sé ekki aðeins möguleg heldur geti hún jafnframt stuðl- að að endurbótum og fullnaðarfrágangi á svæðinu, sem þannig yrði betur sam- boðið þeim mikilvægu byggingum sem að því liggja“. Ennfremur segir í greinagerðinni: „Ekki má ganga nærri Safnahúsinu, sem að margra dómi er glæsilegasta bygging landsins. Gæta verður þess að ný- bygging styrki fremur en skaði Safnahúsið, sem þegar líður nokkuð fyrir ná- býli við Þjóðleikhúsið“. Þetta var sú lóð, sem ákveðið var að leggja til grundvallar fyrir samkeppni um nýbyggingu Hæstaréttar Islands. 4. SAMKEPPNI MEÐAL ARKITEKTA Fyrst þurfti að kanna nánar framtíðarþarfir réttarins fyrir húsnæði. Starfs- menn Húsameistara ríkisins framkvæmdu þessa könnun, ásamt þeim fulltrúum Hæstaréttar er sátu í byggingamefnd. Einnig var haft samráð við annað starfs- fólk réttarins. Var þessi könnun unnin mjög nákvæmlega og miðuð við að starfsfólki réttarins fjölgaði í framtíðinni og umsvif réttarins ykjust. Gerður var fjöldi uppdrátta og líkön sett upp. Að því loknu ákvað ríkisstjómin að byogingin yrði reist á þessum stað. í maí 1993 var efnt til samkeppni um nýbyggingu- Hæstaréttar í samráði við Arkitektafélag íslands. Leitað skyldi að hugmynd sem fæli í sér sjálfstæða og hagkvæma byggingu sem félli vel að skilgreindri þörf æðsta dómstóls þjóð- arinnar. Sérstaklega var tekið fram að byggingin ætti að vera virðuleg en lát- laus og hún mætti ekki á nokkum hátt skyggja á þær byggingar sem eru í næsta nágrenni. Dómnefnd var síðan skipuð. Tilnefnd af dómsmálaráðherra voru: Dagný Leifsdóttir deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu, Hrafn Bragason hæstarétt- ardómari og Steindór Guðmundsson forstöðumaður framkvæmdadeildar Inn- kaupastofnunar ríkisins. Þeir sem tilnefndir voru af Arkitektafélagi íslands voru: Garðar Halldórsson húsameistari ríkisins og Tryggvi Tryggvason arki- tekt FAÍ. Ritari dómnefndar var Guðjón Magnússon arkitekt FAI og trúnaðar- maður var Ólafur Jensson forstöðumaður. Ráðgjafar nefndarinnar vom Stefán Hermannsson borgarverkfræðingur, Þorvaldur S. Þorvaldsson forstöðumaður borgarskipulags og Garðar Gíslason hæstaréttardómari. Dómneindinni bámst alls 40 tillögur. Hún lauk störfum 4. ágúst 1993 og veitti 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.