Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Síða 70
Sigurður Líndal:
ÞÁTTUR HÆSTARÉTTAR í RÉTTARÞRÓUN
Á ÍSLANDI
1. INNGANGUR
Sú skoðun var lengi við lýði að hlutverk löggjafans væri að setja lög, en
dómstóla að beita hinum settu lögum og staðfesta venju, en til löggjafarinnar
legðu þeir lítt eða ekkert af mörkum. I lok síðustu aldar festist það viðhorf
hins vegar í sessi að dómstólar ættu hlutdeild í að móta lög og landsrétt, jafn-
vel að setja reglur.1 Nú er það ekki lengur ágreiningsefni að dómstólar -
einkum Hæstiréttur - leggi verulegan skerf til þróunar löggjafarinnar. Þetta
geri þeir á tvo vegu: annars vegar með því að koma skipun á samskipti aðila
einstaks dómsmáls og hins vegar með því að auka almennum reglum við lög-
gjöfina.2 Hér á eftir verður eingöngu fjallað um hið síðamefnda og þar kemur
tvennt til skoðunar. í fyrsta lagi: Við hvaða aðstæður dómstólar - þar með
talinn Hæstiréttur - móti einkum nýjar reglur. I öðru lagi: Hverjar séu þessar
reglur. Af augljósum ástæðum er einungis unnt að nefna dænti. Tæmandi
úttekt er bæði vandasöm og tímafrek og rúmaðist engan veginn innan marka
tímaritsgreinar.
Sérstakur vandi er bundinn við að greina á milli þess hvenær dómstólar
skýri lög og hvenær þeir setji lög. Á þetta einkum við um rýmkandi skýringu,
1 Sjá Henning Matzen: Forelæsninger over den danske Retshistorie. Kbh. 1897, bls. 65. Viggo Benzon:
Retskildeme. Kbh. 1907, bls. 103. Oscar Platou: Retskildemes theori. Kria. 1915, bls. 96 og 101. Á
öðru máli var Francis Hagerup: Nogle Ord om Forholdet mellem positiv Ret og Retsanvendelse.
Tidsskrift for Retsvidenskab 28 (1915), bls. 70.
2 Torstein Eckhoff: Rettskildelære. 2. oplag. Oslo 1975, bls. 191, einkum 193. Sami: Domstolenes
rettsskapende virksomhet. Úlfljótur 27 (1974), bls. 274-281.
64