Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Síða 71

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Síða 71
að ekki sé rainnzt á það sem kallað er framsækin lögskýring. Eðlilegast sýnist að kalla það lagasetningu þegar niðurstaða dómstóls er studd við laga- ákvœði þar sem orðum er svo hagað að það tekur ekki til atvika máls sam- kvœmt almennri og eðlilegri málvenju, eða aukið er við fyrirmœlum sem þar er ekki að finna. Dómstóll, sem t.d. kæmist að þeirri niðurstöðu að ákvæði 73. gr. stjórnarskrárinnar þar sem mönnum er mæltur réttur til að stofna félög tryggði mönnum einnig rétt til að standa utan félaga, væri samkvæmt þessu ekki að skýra stjómarskrárákvæðið rýmkandi, heldur auka við nýju. Það haggar ekki þessari niðurstöðu þótt beita megi áþekkum röksemdum fyrir rétti manna til að standa utan félaga og rétti manna til að stofna félög og ganga í slík félög. Þegar rætt er um löggjafarhlutverk dómstóla verður að hafa í huga að þeim er skylt að leysa úr þeim málum sem fyrir þá eru lögð. Þeir geta ekki vísað þeim frá án þess að taka afstöðu. En forsenda fyrir áhrifum dómstóla á réttar- þróunina og valdheimildum þeirra til að móta almennar reglur er viðurkenning á fordæmum sem réttarheimild. Því er nauðsynlegt að fara fáeinum orðum um þau. 2. HVAÐ ER FORDÆMI? Þegar óvissa ríkir um gildandi réttarreglu á tilteknu sviði og ágreiningur rís af því tilefni eiga menn allajafna kost á að leggja hann fyrir dómstóla. Lyktir þess máls kunna að skipta miklu máli ef sambærilegu sakarefni er síðar skotið til dómstóla. Með hugtakinu fordæmi er átt við að dómsúrlausn hafi gengið um tiltekið réttaratriði og sú úrlausn verði fyrirmynd í öðru dómsmáli. Ekkert í lögum skyldar dómendur eða aðra handhafa úrlausnarvalds til að fara eftir fordæmum, en reynslan sýnir að Hæstiréttur hvarflar sjaldan frá fyrri úrlausnum. Aðrir dómstólar fylgja fordæmum Hæstaréttar og í lögskiptum sínum leggja menn fordæmi hans til grundvallar. Hæstaréttardómar 1961, bls. 339, einkum bls. 348. Sakadómari í Reykjavfk3 taldi að mál til sviptingar lögræðis ætti ekki að leggja fyrir sakadómarann í Reykjavfk og færði rök fyrir því. Síðan sagði: „En sakir dómvenju þeirrar, sem sköpuð hefur verið [...] þykir ekki fært að vísa málinu frá dómi ex offício af þessum ástæðum'1. Hér er ljóst að dómarinn telur að lögræðissviptingarmál eigi ekki undir sakadómarann í Reykjavík, en meiri hluti Hæstaréttar hafði verið á öðru máli.4 Sakadómarinn beygir sig hér fyrir fordæminu. 3 Sakadómari var héraðsdómari í sakamálum í Reykjavík 1939-1992. 4 Hæstaréttardómar 1954, bls. 447. 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.