Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Side 72

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Side 72
3. HVENÆR ER DÓMUR FORDÆMI? Nú kann það að vera álitamál hvenær unnt sé að kalla dóm fordæmi. Atvik máls eru ef til vill einföld og óbrotin, lagaákvæði alveg skýr eða venja ótvíræð og óumdeild, þannig að enginn vafi leikur á hver reglan er og dómsúrlausn í fullu samræmi við hana. Sem dæmi má nefna dóm fyrir augljósa vanefnd á samningi eða víxilskuld. Þar eru ýtarleg lagaákvæði og yrði tæplega vísað til fordæma í málum sem síðar kæmu til dóms, heldur lagagreina. Hér má segja að dómurinn leggi lítið eða ekkert sjálfstætt af mörkum umfram þær réttarheimildir sem stuðzt er við. Til þess að vera fordæmi verður dómur að fela í sér sjálfstæða viðbót við þær réttarheimildir sem lagðar eru til grund- vallar niðurstöðu dómsins og hafa eitthvað að geyma sem gefa ber gaum við úrlausnir síðari mála. Sérstök rök þurfi því til þess að frávik verði réttlætt. 4. VIÐHORF ÍSLENZKRA FRÆÐIMANNA TIL LÖGGJAFARHLUT- VERKS DÓMSTÓLA Ekki verður séð að þeir sem rita um íslenzk lög á 18. og 19. öld víki að fordæmum sem réttarheimild og þá að sjálfsögðu ekki að því að dómstólar eigi einhvern þátt í að móta almennar reglur. Það er fyrst á þessari öld að vikið er að slíku í fræðiritum. Árið 1911 segir Einar Amórsson þetta í riti sínu Dómstólar og réttarfar: Þeir [dómstólarnir] skapa því ekki (eða sjaldnast) réttarreglur. Það gerir löggjafar- valdið og einstaklingar að nokkru leyti, með því að haga skiptum sínum í ýmsum efnum eftir meira og minna föstum venjum („réttarvenjum"). Þótt dómstóll hafi úrskurðað eitthvert atriði á þenna hátt eða hinn, þá er hvorki sá dómstóll né aðrir dómstólar lögformlega bundnir við þá úrlausn, þótt samskonar málefni sé síðar lagt undir dóm þeirra. [,..]5 Þótt eigi sé hlutverk dómstóla að skapa réttarreglur, þá hafa þó allmargar slíkar reglur skapazt fyrir venjur þær, sem dómstólar hafa farið eftir.6 Enda þótt hlutverk dómstólanna sé ekki að skapa réttarreglur, þá sýna þó dómar, hvemig lögunum, þar á meðal réttargangslögum, er beitt og hvernig þau era skilin, hvaða venjur hafa myndazt o. s. frv. Einkum ættu æðri dómstólamir að veita ábyggi- lega fræðslu í þessu efni.7 Þrjátíu árum síðar kveður við nokkuð annan tón hjá Einari. Úrlausn dómstóls um kröfu í tilteknu máli tekur að vísu aðeins beinlínis til þess, en dómur skiptir þó oft máli í miklu víðtækara mæli, einkum ef hann er frá æðsta dómstól landsins. Ef einn slíkur dómur er fenginn um tiltekið sakarefni, þá heimtar 5 Einar Amórsson: Dómstólar og réttarfar. Kosmaðarm.: Jóh. Jóhannesson. Rv. 1911, bls. 11. 6 Sama rit, bls. 13. 7 Sama rit, bls. 47. 66
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.