Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Side 78
efnum þar sem engin lög eru fyrir. Það er þá einkum gert á grundvelli réttar-
heimilda eins og eðlis máls og meginreglna laga. Þegar dómstólar skera þann-
ig úr álitaefnum í fyrsta sinn setja þeir reglu. Ýmsar reglur fjármunaréttar,
skaðabótaréttar og stjórnsýsluréttar eiga rót að rekja til slíkra fordæma.
Hér skulu fyrst nefndir dómar þar sem Hæstiréttur hefur mælt fyrir um fé-
bótaábyrgð ríkisins.
Hæstaréttardómar 1943, bls. 256.
Tveir lögreglumenn tóku L þar sem hann var ör af víni fyrir utan veitingahús. Ekki
var það talið lögreglumönnunum til áfellis þótt þeir tækju L fastan. Hins vegar þótti
sýnt að þeir hefðu tekið L of föstum tökum, jafnvel þótt hann hefði reynt að veita
mótspymu. L höfðaði skaðabótamál meðal annars gegn fjármálaráðherra f.h. ríkis-
sjóðs og í dómi Hæstaréttar sagði þetta: „Réttlátt þykir og eðlilegt, að þjóðfélagið
beri ábyrgð á mistökum sem þessum að því leyti sem þau teljast opinbemm starfs-
mönnum til ógætni, en verða ekki rakin til háttsemi þess aðila, sem tjónið bíður.
Virðist sú meðferð máls og leiða til aukins öryggis þjóðfélagsþegnum og miða til
varnaðar". - Voru L samkvæmt þessu dæmdar bætur.
Hæstaréttardómar 1954, bls. 104.
Aðfaramótt 19. janúar 1950 handtók G, lögreglumaður, P með töluverðum harð-
ræðum og færði hann til yfirheyrslu í skrifstofu rannsóknarlögreglunnar. P var gefið
að sök að hafa verið á ferli fyrir utan glugga hjá nafngreindri stúlku fyrr um nóttina
og raunar einnig aðfararnótt 16. janúar. Allar sannanir brast fyrir því að P hefði
verið þarna á ferð og var G dæmd refsing samkvæmt 131. gr. hegningarlaganna nr.
19/1940. Handtakan var í Hæstarétti talin saknæmt misferli G án þess að P hefði
gefið tilefni til þeirra aðgerða. Síðan sagði í dómi Hæstaréttar: „Þegar handtakan
fór fram, voru enn í gildi lög um skaðabætur fyrir gæzluvarðhald að ósekju o. fl.,
nr. 28/1893. Þau lög höfðu ekki að geyma ákvæði um bætur fyrir handtöku. og á
þeim tíma, er þau voru sett, var ekki talið, að ríkið bæri fébótaábyrgð á tjóni af
aðgerðum opinberra starfsmanna að öðru leyti en því, sem mælt var í sérstökum
lögum. Nú hefur réttarþróunin hins vegar orðið sú, að á þessu sviði hefur verið
lögð á ríkið víðtækari ábyrgð en áður var“. Þótti P samkvæmt meginreglu áður-
greindra laga hafa öðlazt rétt til bóta úr hendi ríkissjóðs vegna hinnar ólögmætu
handtöku.
í lög nr. 27/1951 um meðferð opinberra mála - fyrstu heildarlögin um þetta
efni - voru í XVIII. kafla sett almenn ákvæði um bætur handa sökuðum
mönnum og þar á meðal fyrir ólögmæta handtöku og gæzluvarðhald. Slík
ákvæði hafa síðan verið í lögum um meðferð opinberra mála, sbr. nú lög nr.
19/1991 XXI. kafla.
í fyrrtalda dóminum eru dæmdar bætur með skírskotun til þess að réttlátt
þyki og eðlilegt að þjóðfélagið beri ábyrgð á mistökum sem þessum, enda sé
slík niðurstaða til aukins öryggis og miði til vamaðar. Álitaefni eins og þetta
72