Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Síða 80

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Síða 80
Hæstaréttar sagði að gera yrði ríkar kröfur til þeirra sem framleiða neyzluvaming til sölu á almennum markaði um að vamingur og umbúðir um hann séu þannig úr garði gerðar, að ekki stafi hætta af venjulegri meðferð vamingsins. Ekki þótti sýnt fram á að orsökin væri óhæfileg geymsla eða meðferð flöskunnar í verzlun þeirri sem A starfaði í né heldur að slysið yrði rakið til hegðunar hennar. Ö var þannig talinn bera fulla ábyrgð á slysi A og hún taldist eiga beinan bótarétt á hendur Ö. Hér var bótaskylda ekki reist á hreinni hlutlægri bótareglu. Dómurinn mark- ar hins vegar þá stefnu að framleiðendur neyzluvarnings til sölu á almennum markaði beri víðtæka bótaábyrgð vegna skaðlegra eiginleika söluhlutar - nánar tiltekið skaðsemisábyrgð.19 Lög um skaðsemisábyrgð hafa síðan verið sett - lög nr. 25/1991. Það var meðal annars gert til að samræma íslenzk lög á þessu sviði löggjöf annarra EFTA-ríkja og ríkja Evrópubandalagsins.20 f eftirfarandi dómi hefur Hæstiréttur mótað reglu um hlutlæga bótaábyrgð vegna bilunar eða galla tækja sem vinnuveitandi á. Hæstaréttardómar 1968, bls. 1051, sbr. bls. 157. H, starfsmaður R hafði það verk með höndum að setja upp rafmagnslínur fyrir R. Við það verk þurfti hann að klifra upp línustaura og til þess notaði hann sérstaka klifurskó og öryggisbelti. Þá bar svo við eitt sinn að læsing á beltinu opnaðist vegna galla og féll H til jarðar og slasaðist. Vinnuveitandinn. R. hafði fengið H beltið til nota við vinnu á staumum til að tryggja öryggi hans. Var vinnuveitandinn, R, dærndur bótaskyldur með svofelldum rökstuðningi í héraðsdómi sem staðfestur var óbreyttur í Hæstarétti: „Stefnandi mátti því treysta þvf, að beltið væri ekki haldið slíkum smíðagalla [...], að lásar þeir, sem tengja lífreimina við beltið, gætu opnazt án beins tilverknaðar notanda beltisins. Það verður eigi talið, að fyrirsvarsmenn stefnda eða starfsmenn hans, þar á meðal stefnandi [H], hafi mátt gera sér grein fyrir smíðagalla þeim, sem á beltinu er. eða að þeir hafi haft ástæðu til að draga í efa öryggi það, sem beltið átti að veita. Hins vegar þykir vinnuveitandi verða að bera ábyrgð á því gagnvart starfsmanni sínum, að slíkt öryggistæki sé ekki haldið leyndum galla, sem telja verður að umræddur smíðagalli [...] hafi verið". Síðan hafa fleiri dómar gengið, sbr. H 1970, bls. 434 og H 1970, bls. 544. Hér er með öðrum orðum dæmd „hrein hlutlæg ábyrgð“, nánar tiltekið ábyrgð án nokkurrar sakar.21 A sviði stjómsýsluréttar má fínna ýmis dæmi um að Hæstiréttur móti reglu þar sem engin er talin fyrir. 19 Arnljótur Björnsson: Skaðsemisábyrgð. Tímarit lögfræðinga 28 (1988), bls. 85-100. (Endurpr.: Kaflar úr skaðabótarétti. Bókaútgáfa Orators. Rv. 1990, bls. 281-97). 20 Alþingistíðindi 1990-91 A. þskj. 36. bls. 685. 21 Amljótur Björnsson: Bótaábyrgð vegna vinnuslysa sem hljótast af athöfnum sjálfstæðra fram- kvæmdaaðila eða af bilun eða galla í tæki. Tímarit lögfræðinga 29 (1979), bls. 174-205. (Endurpr.: Kaflar úr skaðabótarétti. bls. 57-89, sbr. hér, bls. 60-61). 74
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.