Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Page 3

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Page 3
Tímarit löqfræðinqa 2. hefti • 51. árgangur maí 2001 OPINBER MÁLSMEÐFERÐ Réttarfarið er margbrotið regluverk sem oft getur verið furðu erfitt að fóta sig á, enda þótt það byggist að langmestu leyti á settum lögum. I eðli sínu er rétt- arfarið verklagsreglur fyrir þá sem reka mál fyrir dómstólum og þá sem dóms- valdið hafa. Gjaman er talað um meginreglur réttarfarsins og getur þá verið um reglur að ræða sem ekki er endilega að finna á einum stað í réttarfarslögum en koma fram, beint eða óbeint, í ákvæðum laganna, ósjaldan fleiri en einu. Þessu er í raun svo farið að við mótun réttarfarslaganna hefur löggjafinn stuðst við þessar meginreglur og tekið mið af þeim. Við skýringar á réttarfarsákvæðum er því nauðsynlegt að hafa þessar reglur í huga og kunna á þeim skil. í réttarfarsriti sínu nefnir Þór Vilhjálmsson til sögunnar 11 helstu meginregl- ur réttarfarsins og eru þær þessar: Málsforræðisreglan, sakarforræðisreglan, andmælareglan, tómlætisreglan, reglan um hraða málsmeðferð, reglan um sannleiksskyldu, reglan um opinbera málsmeðferð, reglan um munnlega máls- meðferð, reglan um milliliðalausa málsmeðferð, reglan um frjálst sönnunarmat og rannsóknarreglan. Vafasamt er að margir lögfræðingar finnist sem talið gætu þessar reglur upp í einu vetfangi þótt þeir kunni á þeim skil. Líklegastir til þess að geta það eru góðir laganemar í þann veginn að ganga undir próf í réttarfari, hugsanlega pró- fessorar þeirra. Regluna um opinbera málsmeðferð, sem hér skal gerð að stuttu umtalsefni, er að finna í 8. og 9. gr. laga um meðferð einkamála nr. 19/1991 og 8.-10. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. Meginatriði þessarar reglu er að „þinghöld skulu háð í heyranda hljóði", eins og í lagatextanum stendur, sem þýðir einfaldlega það að hver sem er á rétt á að fylgjast með því sem fram fer í dómsal þegar mál er þar til meðferðar fyrir 71

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.