Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Síða 3

Tímarit lögfræðinga - 01.05.2001, Síða 3
Tímarit löqfræðinqa 2. hefti • 51. árgangur maí 2001 OPINBER MÁLSMEÐFERÐ Réttarfarið er margbrotið regluverk sem oft getur verið furðu erfitt að fóta sig á, enda þótt það byggist að langmestu leyti á settum lögum. I eðli sínu er rétt- arfarið verklagsreglur fyrir þá sem reka mál fyrir dómstólum og þá sem dóms- valdið hafa. Gjaman er talað um meginreglur réttarfarsins og getur þá verið um reglur að ræða sem ekki er endilega að finna á einum stað í réttarfarslögum en koma fram, beint eða óbeint, í ákvæðum laganna, ósjaldan fleiri en einu. Þessu er í raun svo farið að við mótun réttarfarslaganna hefur löggjafinn stuðst við þessar meginreglur og tekið mið af þeim. Við skýringar á réttarfarsákvæðum er því nauðsynlegt að hafa þessar reglur í huga og kunna á þeim skil. í réttarfarsriti sínu nefnir Þór Vilhjálmsson til sögunnar 11 helstu meginregl- ur réttarfarsins og eru þær þessar: Málsforræðisreglan, sakarforræðisreglan, andmælareglan, tómlætisreglan, reglan um hraða málsmeðferð, reglan um sannleiksskyldu, reglan um opinbera málsmeðferð, reglan um munnlega máls- meðferð, reglan um milliliðalausa málsmeðferð, reglan um frjálst sönnunarmat og rannsóknarreglan. Vafasamt er að margir lögfræðingar finnist sem talið gætu þessar reglur upp í einu vetfangi þótt þeir kunni á þeim skil. Líklegastir til þess að geta það eru góðir laganemar í þann veginn að ganga undir próf í réttarfari, hugsanlega pró- fessorar þeirra. Regluna um opinbera málsmeðferð, sem hér skal gerð að stuttu umtalsefni, er að finna í 8. og 9. gr. laga um meðferð einkamála nr. 19/1991 og 8.-10. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. Meginatriði þessarar reglu er að „þinghöld skulu háð í heyranda hljóði", eins og í lagatextanum stendur, sem þýðir einfaldlega það að hver sem er á rétt á að fylgjast með því sem fram fer í dómsal þegar mál er þar til meðferðar fyrir 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.