Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Side 10

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Side 10
inntar af hendi getur hann þurft atbeina dómstóla til þess að heimta greiðslu sína til baka. Riftunaryfirlýsingin þarf ekki að vera í neinu sérstöku formi. Hún getur þannig verið munnleg þótt verið sé að rifta skriflegum kaupsamningi. Jafnvel hefur verið talið að samningsaðili geti með háttsemi sinni einni gefið svo rækilega til kynna að hann rifti samningi að ekki sé þörf sérstakrar yfirlýsingar þar um, sbr. H 1942 326, sem varðar leigusamning. Riftun er úrræði sem er andsvar við vanefnd viðsemjanda. Vanefnd er því forsenda þess að unnt sé að tala um riftun. Svo sem síðar greinir eru gerðar til- teknar kröfur til umfangs vanefndar eða að ekki hafi verið efnt innan hæfilegs viðbótarfrests. Riftun er svonefnt gagnkvæmnisúrræði, þ.e. vanefndaúrræði sem endurspeglar hina gagnkvæmu efndaskyldu samningsaðilja, fullar efndir af hálfu annars samningsaðiljans er forsenda þess að hinum beri að efna að fullu. Veruleg vanhöld á efndum fela í sér að gagnaðiljanum er rétt að fella niður greiðslu af sinni hálfu.4 Annað og skylt gagnkvæmnisúrræði er afsláttur sem hefur stundum verið kallaður riftun að hluta.5 Riftun beinist yfirleitt að aðalskyldum samnings og er því ósamrýmanleg úrræðum eins og kröfu um efndir in natura eða kröfu um endurbætur á samn- ingsandlaginu. Þrátt fyrir þetta er ekki unnt að segja að af riftun leiði að öll ákvæði samningsins eða allar skyldur aðiljanna, hvors gagnvart öðrum, falli úr gildi. Riftunin stendur því þannig ekki í vegi að unnt sé að hafa uppi skaðabóta- kröfu samkvæmt samningi á hendur þeim sem hefur vanefnt, auk þess sem ýmsar skyldur aðiljanna haldast, t.d. almenn trúnaðarskylda og sérstakar skyld- ur, svo sem skylda til varðveizlu á samningsandlagi sem afhent hefur verið.6 Riftunarhugtakið byggir á þremur meginþáttum, þ.e.: a) Vanefndum viðsemjanda sem þurfa að vera verulegar eða felast í því að hann sinnir ekki skilmálum um efndir innan hæfilegs viðbótarfrests. b) Yfirlýsingu samningsaðilja, beinni eða óbeinni, um riftun samnings. c) Tilteknunr afleiðingum þeirrar yfirlýsingar, þ.e. niðurfellingu greiðslna og skilum á þeim greiðslum sem kunna að hafa verið inntar af hendi. Algengast er að riftun eigi sér stað þegar vanefnd verður á aðalskyldum skuldarans. Verður að telja að vanefnd á aukaskyldum myndi ekki réttlæta riftun nema við sérstakar aðstæður eða þegar vanefnd er orðin mjög alvarleg og að heildarmat myndi leiða til þess að vanefndin teldist veruleg. Það er því ekki útilokað, séu skilyrði fyrir hendi, að rifta vegna vanefndar á aukaskyldum, en eins og fyrr segir yrði það fátítt.7 4 Kai Kriiger: Norsk kj0psrett, bls. 399-400. 5 Sjá Olafur Lárusson: Kaflar úr kröfurétti, bls. 33. 6 Sjá og Viggo Hagstroni: Obligasjonsrett, bls. 409. 7 Mads Bryde Andersen og Joseph Lookofsky: Lærebog i obligationsret I, bls. 215. 118
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.