Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Qupperneq 20

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Qupperneq 20
Þegar um aðrar vanefndir er að ræða, innan hæfilegs frests eftir að seljanda var eða mátti vera kunnugt um vanefndina eða eftir að liðinn er hæfilegur viðbótarfrestur sem seljandi hefur gefið til efnda. Við framangreindar aðstæður hefur kaupandi greitt kaupverðið að fullu enda skilyrði fyrir því að reglumar eigi við. Kaupandi má þá almennt gera ráð fyrir að hann þurfi ekki sæta riftun og eðlilegt að gerðar séu ríkar kröfur á hendur seljanda um viðbrögð ef hann vill rifta, þrátt fyrir að full greiðsla hafi raunverulega farið ffam.29 Telja verður afar fátítt að seljandi rifti þegar kaupandi hefur greitt kaupverð- ið að fullu. Seljandi á þá rétt til skaðabóta hafi hann orðið fyrir tjóni, sbr. 3. mgr. 55. gr. fkpl., og vandséð að hann hafi sérstaka hagsmuni af því að rifta. Þó kann það að vera og er hann þá háður framangreindum reglum um tilkynningarskyldu. Tilkynningarskylda er einnig lögð á kaupanda sem hyggst rifta vegna galla á hinu selda, sbr. 2. mgr. 42. gr. fkpl. Samkvæmt því ákvæði ber kaupanda að tilkynna um riftun innan sanngjams frests frá því að hann vissi eða mátti vita um galla, eða eftir að frestur í tilkynningum samkvæmt 39. gr. eða 40. gr. rennur út, en þær greinar lúta að úrbótum á göllum og kröfum um þær. Það er aðeins ef seljandi hefur sýnt af sér stórkostlegt gáleysi eða framferði hans „stríðir með öðrum hætti gegn heiðarleika og góðri trú“, sem kaupandi losnar undan þeirri tilkynningarskyldu. 6. FRAMKVÆMD RIFTUNAR 6.1 Réttaráhrif riftunaryfirlýsingar Eins og fyrr greinir er yfirlýsing um riftun bindandi fyrir móttakandann þegar hún kemur til hans. Hún er einnig bindandi fyrir þann sem gefur slíka yfirlýsingu, þannig að hann getur ekki einhliða ákveðið að falla frá riftunar- kröfu sinni og hafa uppi kröfur um önnur vanefndaúrræði. I H 1985 1516 má þó sjá dæmi um að sá er riftir reyni síðar að innheimta kaupverðið, en þegar krafizt hafði verið gjaldþrotaskipta á búi kaupanda lýsti seljandi kröfu í þrota- búið um viðurkenningu á rétti sínum til riftunar. Er það mál um margt sérstakt. í 33. gr. fkpl. eru ákvæði um réttaráhrif riftunar. Segir í 1. mgr. að sé kaup- samningi rift falli brott skyldur samningsaðilja til efnda. Þetta er hugtaksatriði við riftun. Stundum er þessu lýst svo að samningurinn falli úr gildi, en það er þó ekki heppileg orðnotkun vegna hættu á ruglingi við ógildingu og réttaráhrif hennar.30 6.2 Meginreglan um gagnkvæm skil Aður hefur verið lýst þeirri meginreglu að hafi greiðslur farið fram beri hvorum aðiljanum um sig að skila þeim. Þessi meginregla er sett fram í 1. málsl. 2. mgr. 33. gr. Þegar réttaráhrif riftunar eru ákvörðuð er eitt þeirra atriða, 29 Stein Rugnlien: Avhendingslova, kommentar om loven om avhending (kjdp og salg) av fast eiendom, bls. 142. 30 Ólafur Lárusson: Kaflar úr kröfurétti, bls. 32. 128
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.