Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Síða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Síða 22
ingagreiðslu er hjá kröfuhafa, sé ekki um annað samið, samkvæmt meginreglu kröfuréttar og þarf því skuldari sem á að inna af hendi peningagreiðslu að hafa frumkvæði að réttum skilum á heimili eða starfstöð kröfuhafans. Aðiljarnir geta því ekki báðir haldið að sér höndum og ætlast til þess að hinn eigi að hafa frumkvæðið. Greiðslustaður, þegar skuldari á að inna af hendi aðra greiðslu en peninga, er hjá skuldaranum.35 Ljóst er þegar skylda stendur til að afhenda fast- eign að greiðslustaðurinn er þar sem fasteignin er. 6.4 Trygging sem afléttir haldsrétti Unnt er að setja tryggingu fyrir greiðslu skaðabóta og vaxta og koma þannig í veg fyrir að gagnaðilinn geti haldið eftir því sem honum ber að skila. Er sá kostur nauðsynlegur til þess að unnt sé að leysa úr þeim ógöngum sem mál geta verið komin í. 7. RIFTUN VEGNA GALLA Lýsing sú sem sett hefur verið fram á skilyrðum og framkvæmd riftunar er einkum miðuð við ákvæði 32. og 33. gr. fkpl. sem taka til riftunar vegna afhend- ingardráttar seljanda. Um skilyrði riftunar þegar um galla er að ræða gilda ákvæði 42. gr. fkpl. Samkvæmt I. mgr. 42. gr. er einnig gerð sú krafa að skilyrðinu um verulega vanefnd sé fullnægt til þess að heimilt sé að rifta vegna galla. Um skilyrðin að öðru leyti vísar 3. mgr. 42. gr. til 3. mgr. 32. gr. og 33. gr. laganna, þ.e. til reglna um riftun vegna afhendingardráttar. Ekki er vísað til 2. mgr. 32. gr. og mætti af því draga þá ályktun að ekki sé heimilt að setja viðbótarfrest þegar um galla er að ræða. Þetta er ekki alls kostar rétt. Viðbótarfrestur er reyndar fyrst og fremst úrræði sem hentar að beita við afhendingardrátt seljanda eða greiðsludrátt kaup- anda. Reglur um viðbótarfrest henta síður um galla. I 2. mgr. 42. gr. eru á hinn bóginn ákvæði um skyldu kaupanda til að rifta innan sanngjams frests frá því að hann vissi eða mátti vita um gallann, eða eftir að frestur í tilkynningum sam- kvæmt 39. og 40. gr. eru liðnir. Þessar reglur koma að nokkru í stað reglnanna um viðbótarfrest við afhendingar- og greiðsludrátt, því að þær miða við að kaupandi setji seljanda frest til úrbóta á galla, en geri hann það ekki ber honum að rifta innan sanngjams frests, ella glatar hann þeim rétti. Að öðru leyti er ekki sérstök ástæða til umfjöllunar um riftun kaupanda vegna galla. 35 Bernhard Gomard: Ydelsen, bls. 137. 130
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.