Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Blaðsíða 24
10. HEIMILD ÞESS SEM RIFTIR TIL AÐ KNÝJA RIFTUN FRAM GEGN ANDMÆLUM VIÐSEMJANDANS 10.1 Inngangur Svo sem áður greinir er það eitt af hugtaksatriðum riftunar að viðsemjandi þess sem riftir hafi vanefnt skyldur sínar samkvæmt samningnum. Riftunin er því andsvar eða viðbrögð við vanefndum. Þegar samningur hefur verið efndur að hluta er framkvæmd riftunar oft flókin og erfið, einkum ef viðsemjandinn andmælir því að heimild hafi verið til riftunar. I fasteignakaupum er aðstaðan sjaldnast sú að réttur samningsaðilja til að rifta sé með öllu hafinn yfir vafa. Oft heldur sá sem vanefnir því fram að hann hafi ekki efnt skyldur sínar vegna þess að hinn hafi ekki gert það. Oft heldur viðsemjandinn að sér höndum um greiðslu vegna meintra vanefnda samningsaðiljans, t.d. vegna þess að hann telur galla á fasteigninni. Oft er deilt um önnur skilyrði riftunar, t.d. um hvort vanefnd sé veruleg eða ekki og hvort huglæg atriði standi henni í vegi. Sá sem lýsir yfir riftun í fasteignakaupum hefur mikla hagsmuni af því að geta framkvæmt riftunina svo fljótt sem kostur er. Ef seljandi riftir vegna meintra vanefnda kaupanda hefur hann ríka hagsmuni af því að koma kaupanda út úr fasteigninni eða koma í veg fyrir að hann nái vörzlum hennar. Með sama hætti hefur kaupandi, sem telur sig eiga rétt til fasteignar, mikla hagsmuni af því að fá hana afhenta á umsömdum tíma, þótt seljandi telji að hann hafi vanefnt kaupsamninginn og lýst yfir riftun. Þótt dómstólar á Islandi séu skilvirkir geta hagsmunir þess sem riftir beðið tjón ef hann hefði ekki önnur úrræði en að fá dóm um rétt sinn og fá svo umráð fasteignar með aðför á grundvelli dómsins. Að vissum skilyrðum uppfylltum á sá sem riftir þess kost að leita skjótvirkari úrræða en síðast greinir, en hafa verður í huga að þau úrræði veita honum sérstakt hagræði gegn því að hann geti með takmarkað ráðrúm til sönnunar leitt svo sterkar líkur að rétti sínum til fasteignar að sýslumaður beri viðsemjanda hans út úr eigninni. 10.2 Akvæði aðfararlaga, nr. 90/1989, um beinar aðfarargerðir í 78. gr. aðfararlaga er mælt fyrir um að sé manni með ólögmætum hætti aftrað að neyta réttinda, sem hann tjáir sig eiga og telur svo Ijós að sönnur verði færðar að þeim með gögnum sem aflað verður samkvæmt 83. gr. laganna, sé honum heimilt að beina til héraðsdómara beiðni um að skyldu þess efnis, sem segir í 72. eða 73. gr., verði fullnægt með aðfarargerð. I hinum tilvitnuðu greinum er annars vegar (72. gr.) ákvæði um að sé í aðfararheimild kveðið á um skyldu gerðarþola til að víkja af fasteign eða til að láta gerðarbeiðanda fá umráð hennar að einhverju leyti eða öllu eða til að fjarlægja hluta af henni, skuli sýslumaður fullnægja rétti gerðarbeiðanda með útburði gerðarþola eða þeirra hluta sem fjarlægðir verða og eftir atvikum með innsetningu gerðarbeiðanda. Hins vegar (73. gr.) er kveðið á um að mæli aðfar- arheimild fyrir um skyldu gerðarþola til að veita gerðarbeiðanda umráð annars 132
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.